fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Hannes þakkar Herði fyrir brotið – ,,Besta sem gat komið fyrir mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson upplifði ótrúlegan leik í dag er Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM.

Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leiknum eftir að Hörður Björgvin Magnússon hafði gerst brotlegur innan teigs.

,,Hann hefur sparkað annars staðar í öðrum leikjum. Ég hef skoðað mikið af vítaspyrnum frá honum og hafði sterka tilfinningu fyrir því að hann myndi setja hann þarna,“ sagði Hannes.

,,Þetta er allt hálf óraunverulegt ef ég á að segja eins og er. Við viljum ekki alveg fara á flug í lýsingarnar en þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að verja víti frá besta leikmanni í heimi í fyrsta leik Íslands á HM. Það er algjört rugl að þetta hafi gerst.“

,,Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig að Hörður skyldi klippa hann niður þarna þannig að það væri frekar ég sem ætti að stjana við hann!“

Hannes var valinn maður leiksins af FIFA í dag og fékk verðlaun fyrir það. Sá bikar mun duga ef Ísland sækir ekki bara dolluna sjálfa í Rússlandi.

,,Ég fékk einhvern svona bikar sem lúkkar smá eins og HM bikarinn, ég tek hann heim og set hann upp á hillu ef við vinnum ekki sjálfan bikarinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við