fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eyjólfur: „Já, Ísland getur að sjálfsögðu unnið Argentínu“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin sem allir hafa verið að bíða eftir rennur loksins upp á morgun þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Andstæðingurinn gæti varla verið sterkari, Argentínumenn, með Lionel Messi í broddi fylkingar, bíða okkar og eiga eflaust von á erfiðum leik.

DV og 433.is leituðu til nokkurra sérfræðinga til að spá í spilin fyrir leikinn á laugardag. Meðal þess sem við vildum vita var hvort Ísland eigi raunhæfa möguleika gegn þessu ógnarsterka argentínska liði, hvernig við förum að því að vinna og svo spurðum við annarra léttari spurninga, til dæmis hver skorar fyrsta mark Íslands, hver verður fyrstur íslensku leikmannanna til að snerta boltann og svo loks hversu langt við förum í keppninni. Óhætt er að segja að svörin séu jafn mismunandi og þau eru mörg en allir telja að Ísland geti unnið Argentínu.

 

Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar og fyrrverandi landsliðsmaður:

1. Ef þú mundir velja byrjunarliðið gegn Argentínu, hvernig yrði það?

Að því gefnu að allir séu heilir, þá myndi ég spila 4-4-1-1. Varnarlínan er nokkuð gefin, en þó læt ég Ara byrja á kostnað Harðar Björgvins. Ari hefur yfirleitt alltaf staðið sig vel í landsleikjum, auk þess sem hann hefur reynslu af því að spila á stórmóti og mér finnst það vega þungt. Þegar landsliðið hefur verið að spila hvað best, hafa Gylfi og Aron verið að spila saman á miðjunni. Sökum meiðsla þessara leikmanna, eru þeir ekki í sínu besta standi og því mundi mér finnast glapræði að stilla eingöngu þeim tveimur saman á miðjunni. Ég myndi því setja Birki Bjarnason á miðjuna með Aroni og hafa Gylfa fyrir framan þá. Jóhann Berg er svo að sjálfsögðu á hægri kantinum og ég set Rúrik á þann vinstri. Þeir sinna báðir varnarskyldunum mjög vel og þá eru þeir öflugir í að bera boltann upp völlinn, þegar við þurfum að létta á pressunni. Jón Daði mun svo hlaupa úr sér lifur og lungu á toppnum og þegar hann er búinn á því, mun Alfreð leysa hann af. Hannes Birkir – Kári – Ragnar – Ari Jóhann – Aron – Birkir – Rúrik – Gylfi – Jón Daði.

2. Getur Ísland unnið Argentínu og ef svo er hvað þarf Ísland að gera til að vinna?

Já, Ísland getur að sjálfsögðu unnið Argentínu. Til þess að það gerist er mikilvægt að íslensku leikmennirnir komi sem allra mest í veg fyrir að Lionel Messi fái boltann. Hann skapar allt í þessu argentínska liði. Svo fáum við alltaf okkar tækifæri. Við munum fá innköst, aukaspyrnur og hornspyrnur og þar ættum við að hafa ákveðna yfirburði, þegar kemur að hæð og styrk.

3. Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu?

1-1. Lionel Messi mun annaðhvort skora eða leggja upp mark Argentínumanna, en Ísland skorar sitt mark eftir fast leikatriði.

4. Hver skorar fyrsta mark Íslands í keppninni?

Birkir Bjarnason.

5. Hver verður fyrstur til að fá gult spjald hjá Íslandi?

Kári Árnason.

6. Hver verður fyrsti Íslendingurinn til að snerta boltann á mótinu?

Jón Daði Böðvarsson.

7. Hvað skorar Ísland mörg mörk í riðlakeppninni og hver verður markahæstur? Þrjú mörk. Birkir Bjarnason, Gylfi og Alfreð munu sjá um markaskorun.

8. Hversu langt fer Ísland í keppninni? 16-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag