fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Emil: Hægt að taka þessu í stöðunni 1-1 með Messi á vítapunktinum

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson spilaði frábærlega fyrir íslenska landsliðið í dag í 1-1 jafntefli gegn Argentínu.

Emil segist líða vel á miðri miðjunni og gat svo sannarlega tekið stigið sem við fengum í dag.

,,Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í þessum ‘sigri’. Þetta var frábært stig og ég held að við getum verið sáttir miðað við hvernig þetta var í stöðunni 1-1 og Messi á vítapunktinum,“ sagði Emil.

,,Við tökum þetta eina stig og recoverum vel núna og einbeitum okkur að næsta leik held ég.“

,,Ég hef fengið að spila á miðjunni og mér líður vel með Aroni með tvo fyrir framan og það hentar mínum leikstíl og það hefur gengið vel undanfarið.“

,,Við erum allir að spila vel í þessum leikjum og þá er auðvelt að spila vel, þá er auðvelt að líta vel út.“

,,Þetta var þvílíkt hlaup í dag og mikið af hlaupum fyrir okkur miðjumennina. Það fer gríðarleg orka í það og þegar við fáum boltann þá eru strikerarnir líka djúpt til baka.“

,,Þetta var samt alltaf að fara vera svona í dag. Ég bjóst aldrei við öðruvísi leik og vissi að mikið af orku færi í að verjast.“

,,Í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur færi sem við hefðum getað skorað úr en vorum þreyttari í síðari sem er eðlilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við