Eiður Smári Guðjohnsen, goðsögn íslenska landsliðsins, var nánast í sjokki eftir 1-1 jafntefli okkar manna gegn Argentínu í kvöld.
Ísland náði í frábært stig gegn stórliði Argentínu og var Eiður í skýjunum eftir leikinn.
,,Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þvílíka veislan sem maður er að lenda í,“ sagði Eiður við Rúv eftir leikinn.
,,Við þurftum að verjast og við vissum að þeir yrðu með boltann en við gáfum allt í þetta. Menn voru á réttum stað og sérstaklega Hannes.“
,,Hannes átti bara ‘Hannesar-leik“ eins og við þekkjum hann. Hann gerir ekki mistök drengurinn. Á svona stað þarftu á öllum þínum mönnum að halda og sérstaklega markmanninum.“
,,Ég var búinn að gleyma því að Hannes hafði varið víti þetta var svo lengi að líða. Við vorum mjög djúpir og maður taldi sekúndurnar.“