fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Bein textalýsing – Jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik – Hannes var hetjan, varði víti frá Messi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðan dag, kæru lesendur og velkomnir í textalýsingu frá Moscow Stadium í Moskvu þar sem framundan er leikur Íslands og Argentínu í fyrsta leik okkar á HM. Stóra stundin rennur upp klukkan 13 að íslenskum tíma, eða klukkan 16 að rússneskum. Hér munum við fræða ykkur um það helsta sem gerist í aðdraganda leiksins og stikla á stóru um það sem gerist meðan hann er í gangi.


LEIK LOKIÐ MEÐ 1-1 JAFNTEFLI

Leiknum er lokið með fræknu 1-1 jafntefli. Fyrsti leikur okkar Íslendinga á HM endar með jafntefli gegn einni mestu knattspyrnuþjóð heims. Argentínumenn pressuðu vel á íslensku strákana en þeir héldu út. Frábær leikur hjá Íslandi.

Óbærileg spenna

Það eru innan við tíu mínútur til leiksloka og óhætt að segja að spennan sé yfirþyrmandi. Argentínumenn líklegri þessa stundina en íslenska liðið verst vel.

Aron Einar farinn út af

Aron búinn að glíma við meiðsli að undanförnu og hann nær hér 75. mínútum. Flottur leikur hjá fyrirliðanum. Inná í hans stað kemur Ari Freyr Skúlason. Hann fer á hægri vænginn, Rúrik þann vinstri og Birkir Bjarnason færir sig inn á miðjuna.

Hannes ver víti frá Lionel Messi á 64. mínútu.

Hörður Björgvin dæmdur brotlegur inni í teig og á punktinn steig Lionel Messi. Hannes gerði sér lítið fyrir og varði stórkostlega frá honum.

Í öllum hamagangnum fór Jóhann Berg meiddur af velli rétt áður en vítaspyrnan var dæmd.  Slæm tíðindi fyrir íslenska liðið enda Jóhann lykilmaður í liðinu. Rúrik Gíslason kemur inn á í hans stað. Það er vonandi að Rúrik sýni jafn góðan leik og hann gerði á móti Norðmönnum þar sem hann var besti maður Íslands.

Það vekur athygli að varamenn Argentínu eru ekki úti á velli að hita upp eða hreyfa sig. Nú er síðari hálfleikur að fara af stað, liðin eru að koma út á völl.

 

 

Enn einn venjulegur dagur á skrifstofunni hjá Alfreð!

 

—-

Þetta er skemmtilegt. Markið sem Alfreð skoraði áðan var það fljótasta frá árinu 1994 ef miðað er við þær þjóðir sem eru að spila í fyrsta sinn á HM. Fljótasta markið skoraði Rashidi Yekini í leik Nígeríu og Búlgaríu á HM í Bandaríkjunum 1994.

—-

Bubbi Morthens situr spenntur yfir skjánum:

—-

Hálfleikur – 1-1

Heimir Hallgrímsson getur farið sáttur inn í klefa með sína menn. Staðan 1-1 og leikurinn í algjörum járnum. Argentínumenn vissulega náð að ógna, þeir vildu líka fá víti þegar boltinn fór í hönd Ragga Sig en dómarinn dæmdi ekki. Lionel Messi hefur haft tiltölulega hægt um sig sem eru góð tíðindi, íslensku strákarnir hafa ráðið vel við hann og lokað þokkalega vel á hann. Hann náði einu góðu skoti fyrir utan teig sem Hannes varði vel.  Ísland hefur líka fengið sinn skerf af færum og gæti vel hafa náð að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik.

—-

Við erum það líka!

1-1. Alfreð Finnbogason hirðir frákast í teignum og skorar flott mark. Frábær sókn hjá Íslandi! Markið kom á 23. mínútu. Aguero skoraði á 18. mínútu.

Þeir eru svo góðir!

1-0 fyrir Argentínu. Sergio Aguero með markið. Fékk tíma til að snúa sér í teignum og kláraði með óverjandi skoti upp í hornið. Athygli vekur að þetta er fyrsta markið sem Aguero skorar á HM. En, þetta er ekki búið, við vitum það.

Fer ágætlega af stað

Íslenska liðið gefur því argentínska lítið eftir þó Suður-Ameríkuliðið sé ef til vill meira með boltann. Besta færi leiksins er okkar Íslendinga þegar Birkir Bjarnason skaut rétt framhjá markinu. Argentínumenn átt hálffæri og skapað vissulega ákveðnar hættur. Tæplega 15 mínútur liðnar og staðan 0-0.

Byrjum þetta! 12.59

Það var vel tekið undir í stúkunni þegar íslenski þjóðsöngurinn var spilaður. Koma svo, áfram Ísland!

Styttist í leik12.47

Ég er kominn í leik ómaði í hátalarakerfinu hérna áðan og hefur eflaust farið gæsahúð um marga. Það vakti athygli að Arnór Guðjohnsen og Javier Zanetti voru saman í viðtali hér niðri á velli fyrir nokkrum mínútum. Tvær gamalreyndar kempur sem kunnu ýmislegt fyrir sér á sínum tíma.

Argentínumenn komnir í upphitun12.27

Nú þegar rétt rúmur hálftími er í leik eru Argentínumenn komnir út. Þeim er að sjálfsögðu ákaft fagnað.

 

Upphitun í gangi – 12.22

Strákarnir eru byrjaðir að hita upp af fullum krafti. Emil, Gylfi, Jóhann Berg, Birkir Már og Kári æfa stutta spilið saman. Það gera Hörður Björgvin, Aron Einar, Raggi Sig, Alfreð Finnboga og Birkir Bjarna líka. Hannes er svo með Guðmundi Hreiðarssyni markmannsþjálfara. Varamennirnir eru saman í reit og virðast skemmta sér konunglega.

 

Strákarnir komnir út á völl12.13

Þarna!

Strákunum ákaft fagnað þegar þeir koma út á völl til að hita upp. Þeir Íslendingar sem eru í stúkunni láta vel í sér heyra þó Argentínumenn séu og verði í miklum meirihluta. Ef það er eitthvað sem við getum þá er það að keyra upp stemninguna á pöllunum. Annars er stemningin hér engu lík, þvílíkur hávaði og það er von á mikilli veislu í dag.

Alfreð byrjar – 11.56

Byrjunarliðið er komið. Hannes er í markinu, Hörður í vinstri bakverði, Raggi og Kári í miðri vörninni og Birkir Már hægri. Aron Einar, Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson eru á miðjunni og Alfreð í fremstu víglínu.

Byrjunarliðið væntanlegt fljótlega – 11.47

Byrjunarlið íslenska liðsins er væntanlegt á hverri stundu og munum við að sjálfsögðu segja ykkur frá því um leið og það kemur.

Rúmur klukkutími í leik – 11.41

Nú þegar rúmur klukkutími í leik er völlurinn að fyllast hægt og rólega. Stuðningsmenn Argentínu eru enn sem komið er í miklum meirihluta og virðast sitja mjög vítt og breitt um völlinn. Ekki ber mikið á íslenskum stuðningsmönnum en þeir munu án nokkurs vafa láta vel í sér heyra.

 

Messi er mættur11.28

Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sýnt var frá því þegar argentínska liðið mætti nú rétt í þessu. Þegar myndavélin beindist að Lionel Messi brutust út gríðarleg fagnaðarlæti. Það mætti halda að hann gæti eitthvað í fótbolta.

Strákarnir ganga um völlinn – 11.26

Íslenska liðið komið – 11.20

Við sjáum á skjá fyrir framan okkur þegar íslenska liðið rennur í hlað á Spartak Stadium. Strákarnir eru nú að ganga inn í klefa og virka allir pollrólegir og mjög einbeittir.

Argentínumenn ekki sáttir – 11.16

Argentínumenn eru tilfinningaríkir stuðningsmenn og þeir létu vel í sér heyra hér á vellinum þegar verið var að endursýna sigurmark Þjóðverja gegn þeim í úrslitaleik HM 2014. Þeir sem mættir eru púuðu hressilega.

—-

Sjáðu Egil tala um landsliðið – 11.11

Við hittum Egil Einarsson í Moskvu í gær og hann var í miklu stuði. Hér að neðan má sjá hann tala um leikinn sem er framundan og ýmislegt fleira.

—-

 

Dúllan mætt – 11.08

Siggi Dúlla, Sigurður Sveinn Þórðarson, og Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, eru mættir út á völl til að skoða aðstæður. Völlurinn er í toppstandi og líklega ekki hægt að kvarta yfir neinu.

 

 

—-

Stuðningsmenn tínast inn – 11.02
Stuðningsmenn eru farnir að tínast inn á völlinn og má búast við því að völlurinn verði þéttsetinn. Hann tekur 45 þúsund manns í sæti og er heimavöllur Spartak í Moskvu. Argentínumenn voru mjög fjölmennir hér fyrir utan völlinn í morgun og það búast við því að þeir láti vel í sér heyra. Á röltinu um Rauða torgið voru ófáir Argentínumenn að falast eftir miðum á leikinn en þeir hafa líklega gripið flestir í tómt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag