fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Argentínska pressan hakkar lykilmenn liðsins í sig – Messi fær falleinkunn

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að argentínska pressan hafi ekki verið mjög hrifin af spilamennsku liðsins gegn Íslandi á HM í dag. Þetta var fyrsti leikur argentínska liðsins á HM síðan liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum árið 2014. Og Argentínumenn höfðu litla ástæðu til að gleðjast í dag.

Dagblaðið Ole gefur leikmönnum argentínska liðsins ekki háa einkunn. Lionel Messi fær fjóra í einkunn og Angel Di Maria fær einkunnina 3,5. Um Messi í umfjöllun blaðsins segir meðal annars:

„Klúðaði víti á mikilvægu augnabliki, um það leyti sem Argentína var farin að stíga á bensíngjöfina. Leikmenn í kringum hann voru ekki mikið í að sækja boltann og því féll hann í gamla gryfju, hann fór langt niður á völlinn til að sækja boltann. Við það skapaðist ójafnvægi í argentínska liðinu. Hann gerði miklu minna en fólk býst við af honum.“

Um Angel Di Maria, sem hefur meðal annars spilað fyrir Real Madrid, Manchester United og Paris Saint Germain á ferli sínum, segir blaðið að hann hafi aldrei fundið sig í leiknum. Di Maria var skipt út af um miðjan síðari hálfleik.

Lægstu einkunnina fékk Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United, eða þrjá. Segir blaðið að hann hafi verið mjög óöruggur, átt slakar sendingar og sinn þátt í markinu sem Alfreð skoraði.

Einkunnir Argentínu samkvæmt Ole:

Willy Caballero: 5
Salvio: 5
Otamendi: 6
Rojo: 3
Tagliafico: 6
Mascherano: 5
Biglia: 3,5
Meza: 5
Messi: 4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“