fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Alfreð þakkar Heimi traustið sem Lagerback gaf honum ekki – ,,Blackout eftir markið“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:

,,Ég reyndi að halda kúlinu,“ sagði léttur, ljúfur og kátur, Alfreð Finnbogason þegar íslenskir fjölmiðlar ræddu við hann í kvöld eftir leikinn við Argentínu.

Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM þegar hann jafnaði leikinn gegn Argentínu og fagnaði vel.

,,Það er ekkert sem undirbýr mann undir svona augnablik, bara blackout þegar þetta gerist. Ég var ekkert með æft fagn, fór í eitthvað mix. Þetta var geðveik, ég er ekki búinn að ná orðunum í kringum þetta.“

Alfreð byrjaði leikinn en aðeins 433.is spáði því, aðrir miðlar töldu að Jón Daði Böðvarsson myndi byrja sem fremsti maður.

,,Ég fékk að vita þetta fyrir tveimur dögum, ég hafði góða tilfinningu. Ég kom þannig inn  í æfingar og æfingaleikina, setti skýr skilaboð. Ég hef sagt frá byrjun, ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum. Frá því að þeir (Heimir og Helgi Kolviðsson) tóku við,  það gefur framherja auka 50-60 prósent að vera með þjálfara sem stendur við bakið á þér. Þú veist að það er ekki klukkan að tifa á þér.“

,,Þú verður að vinna þér inn traustið, mér finnst ég hafa gert það. Sem framherji hjá Íslandi þá þarftu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið, skila inn góðri vakt. Mörk eru bónus.“

,,Mér líður eins og ég skori í hverjum leik, tilfinning hefur verið þannig hjá Augsburg og svo undankeppnin síðasta. Síðustu leikjum gengið vel líka. Undirbúningurinn var eins og ég hafði óskað mér fyrir HM“

Íslenska liðið var afar rólegt eftir leik þrátt fyrir mögnuð úrslit. ,,Þetta er fyrsta skrefið, markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Fáum vind í bakið við þessi úrslit, við þurfum að njóta í kvöld og á morgun byrjar undirbúningur fyrir Nígeríu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag