Albert Guðmundsson leikmaður PSV og íslenska landsliðsins í fótbolta fagnar 21 árs afmæli sínu í dag.
Albert er auðvitað partur af íslenska landsliðinu sem er í Rússlandi en liðið leikur sinn fyrsta leik á HM á morgun.
Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik riðlakeppninnar og þurfa strákarnir okkar að eiga mjög góðan leik.
Albert gæti komið við sögu í leiknum sem er líklega sú afmælisgjöf sem hann óskar sér hvað mest.
Albert er líklega efnilegasti leikmaður Íslands en hann er að stíga sín fyrstu skref í íslenska landsliðinu.
Sóknarmaðurinn afmælisgjöf í dag en hann fékk fallega köku í Moskvu eins og má sjá hér fyrir neðan.
? Birthday boy @snjallbert gets a cake! #fyririsland pic.twitter.com/CXdlYQnLt1
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) 15 June 2018