Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ákveðið byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.
Stærsti landsleikur í sögu Íslands fer fram á morgun er liðið mætir Argentínu í fyrsta leik á HM.
Áhugavert verður að sjá byrjunarlið Íslands, hvort Heimir byrji með einn eða tvo framherja í sínu liði.
Miðað við allt þá byrjar Aron Einar Gunnarsson á morgun þrátt fyrir meiðslin sem hann hefur verið að berjast við.
Ef skoðað er svo hvernig liðið spilaði best á síðasta ári þá er afar líklegt að Heimir noti 4-4-1-1 kerfið sitt.
Það eru Jón Daði Böðvarsson og Alfreð Finnbogason sem berjast um fremstu stöðu. Við spáum því að Alfreð verði fremstur.
Líklegt byrjunarlið:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson – Ragnar Sigurðsson – Kári Árnason – Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson – Aron EInar Gunnarsson – Emil Hallfreðsson – Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason