„Ég á von á jafntefli, 1-1,“ segir Jón Arason sem var mættur til Moskvu í dag ásamt syni sínum, Arnóri Jónssyni. Þeir feðgar verða viðstaddir sögulegan atburð þegar Ísland spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni HM í fótbolta. Andstæðingurinn er sterkt lið Argentínu en þrátt fyrir það er engan bilbug á þeim feðgum að finna.
Jón segist vona að við förum upp úr riðlinum, það væri að minnsta kosti sterkt að byrja á jafntefli gegn Argentínu.
Sjálfur segist Arnór eiga von á því að leikurinn gegn Argentínu verði sá eini sem við vinnum í riðlinum. Lokatölur verði 2-1. „Gylfi setur alveg 100% eitt en spurning hvort hann setji annað eða Alfreð hitt.“
Viðtalið við Jón og Arnór má sjá hér að neðan.