Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ákveðið byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.
Stærsti landsleikur í sögu Íslands fer fram á morgun er liðið mætir Argentínu í fyrsta leik á HM.
Áhugavert verður að sjá byrjunarlið Íslands, hvort Heimir byrji með einn eða tvo framherja í sínu liði.
Nánast einu spurningarnar sem Heimir fær fyrir leikinn er hvernig hann ætli að láta liðið stoppa Lionel Messi.
Messi er besti leikmaður Argentína en liðið hefur einnig aðra leikmenn sem eru stórhættulegir.
,,Það fer í taugarnar á okkur þegar eina spurningin er um Messi. Liðið er stútfullt af góðum leikmönnum,“ sagði Heimir.
,,Leikmenn í bestu liðum heims, við sjáum þá spila í hverri viku. Það er annar sem refsar ef við missum fókus. Það er hægt að telja upp hvern einasta leikmann þeirra.“