fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Birkir Már: „Fyrirsögnin er mjög villandi“ Ætlar að reyna að horfa á myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er ekkert sérstaklega gefinn fyrir sviðsljósið og finnst raunar mjög erfitt að horfa á viðtöl við sjálfan sig. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Vísis við hann í vikunni.

Birkir kemur fram í heimildarmyndinni Síðasta áminningin sem frumsýnd var í gær ásamt nokkrum öðrum landsliðsmönnum. Myndinni er leikstýrt af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og Guðmundi Birni Þorbjörnssyni og segir meðal annars frá afrekum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en þó frá örlítið öðru sjónarhorni en við eigum að venjast.

Í viðtali við Vísi í gær frá Rússlandi sagði Birkir Már að hann myndi líklega aldrei horfa á myndina. „Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum.“
Fyrirsögn greinarinnar var síðan: Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig.

Annar af forsvarsmönnum myndarinnar, Guðmundur Björn, sló á létta strengi á Twitter og vísaði í umrædda frétt. Við færsluna sagði hann einfaldlega: „Þetta byrjar ekki vel,“ og vísaði í að eitt af viðfangsefnum myndarinnar myndi ekki vilja horfa á myndina.

Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður og umsjónarmaður Akraborgarinnar á X-inu, benti Guðmundi þó á að ástæða þess að Birkir myndi ekki vilja sjá myndina væri sú að hann ætti erfitt með að horfa á sjálfan sig í viðtölum. „Viss um að myndin sé frábær. Og það get ég vottað!“

Tístið virðist hafa náð athygli Birkis Más sem svaraði í gamansömum tón undir færslunni: „Fyrirsögnin er mjög villandi Þetta er einmitt eins og @hjorturh sagði hérna í öðru kommenti. Mér finnst gjörsamlega fáránlegt að horfa á viðtal við sjálfan mig. En ég ætla að reyna að koma mér í gegnum það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras