fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

„Við erum að fá á okkur allt of mikið af mörkum“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var svolítið stífur í gær. Maður tekur enga sénsa núna, það er alveg tilgangslaust. Það er ennþá smá stífleiki í mér en ég ætla að reyna að klára æfinguna í dag,“ sagði varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Gelendzhik í morgun.

Ragnar æfði ekki af fullum krafti á opnu æfingunni í gær. Hann sagði að staðan á sér væri fín í dag sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið.

Aðspurður hvernig undirbúningnum fyrir Argentínuleikinn væri háttað, hvort liðið væri byrjað að skoða leik argentínska liðsins sagði Ragnar: „Við erum búnir að kíkja aðeins á þá. Ekkert rosalega mikið en núna eru fjórir til fimm dagar í leik þannig að það byrjar meira núna,“ sagði hann.

Íslenska liðið fékk á sig fimm mörk í tveimur síðustu undirbúningsleikjunum fyrir HM; þrjú gegn Noregi og tvö gegn Ghana. Aðspurður sagði Ragnar að ýmislegt þurfi að laga fyrir fyrsta leik á laugardag.

„Ef þú miðar við æfingaleikina þá er ýmislegt sem við þurfum að laga varnarlega séð. Við erum að fá á okkur allt of mikið af mörkum. Þetta er bara spurning um einbeitingu og skipulag,“ sagði Ragnar og benti réttilega á að ef við værum að horfa á keppnisleikina þá væri lítið sem þyrfti að laga. Nefndi hann í því samhengi einbeitinguna og skipulagið í varnarleiknum sem virðist vera í himnlagi þegar mest er undir.

Viðtalið má sjá hér að neðan en athygli er vakin á því að hljóðgæðin eru á köflum léleg þar sem talsverður vindur var á æfingasvæðinu í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“