Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
,,Það er allt til alls hérna,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands fyrir æfingu liðsins í Rússlandi í dag.
Liðið er að æfa í annað sinn í Rússlandi og fer vel um liðið, æfingavöllurinn er frábær og hótelið gott.
Hannes hefur bætt leik sinn mikið á síðustu árum og þá sérstaklega í löppunum, hann er miklu öruggari en hann var með boltann.
Meira:
Hannes Þór: Ákvað að bíða með að sparka að fullum krafti þangað til í Rússlandi
,,Sérstaklega í Hollandi, þar var mikil krafa að geta fengið boltann til baka í lapirnar. Vera hreyfanlegur og tilbúinn að fá boltann. Þetta hefur skilað sér,“ sagði Hannes í dag sem leikur með Randers í Danmörku.
,,Ég er sá markvörður í dönsku deildinni sem að hleypt mest, með flesta kílómetra að baki. Það er vegna þess að ég er alltaf klár í að bjóða mig, ég fæ reyndar ekki alltaf boltann.“
,,Það er ekki nein spurning, þetta hefur hjálpað mér að þróast sem markvörður. Þetta töldu menn vera vandamál fyrir nokkrum árum, ég held að það séu flestir sammaála um að þetta vandamál í dag.“
,,Ég spila einfallt og reyni að taka ekki of mikla sénsa, ég þekki mín takmörk. Þetta þvælist ekki fyrir.“