fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Kristinn þolir ekki íslenska HM-lagið og Pálmi Gunnars lætur hann heyra það: „Vonandi náðir þú á slysó áður en þér blæddi út.“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir rúmar 70 sekúndur af þessu lagi var ég byrjaður að naga sundur slagæð á framhandlegg. Plís, reynið öll að dreifa ekki þessum vírus. Hugsið um börnin!“

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og fyrrverandi talsmaður Wikileaks, um nýja HM-lagið sem frumflutt var á dögunum. Í laginu koma margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar saman og má þar nefna Björgvin Halldórsson, Pálma Gunnarsson, Stefán Hilmarsson, Eyjólf Kristjánsson, Jóhönnu Guðrúnu og Selmu Björnsdóttur svo dæmi séu nefnd.

Eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir um lagið sem ber heitið Syngjum áfram Ísland.

Kristinn deilir skoðun sinni á laginu á Facebook og í færslu sinni er hann ekki beint að skafa af hlutunum, segist hafa verið byrjaður að naga sundur slagæð og hvetur fólk til að deila „ekki þessum vírus“.

Pálmi Gunnarsson, einn þeirra sem syngur í laginu, lætur Kristin heyra það í athugasemd undir. „Ég biðst innilega afsökunar á mínum hluta af slagæðanaginu. Vonandi náðir þú á slysó áður en þér blæddi út,“ segir hann og bætir við: „Spurning hvort þú þurfir ekki að leka þessu út á veraldarvefinn,“ segir hann.

Kristinn svarar og segir: „Menn geta ekki alltaf átt gott mót. Leitt ef mönnum sárnar en þetta er mitt mat. Ég slapp annars við meiriháttar áverka.“

Guðmundur Týr Þórarinsson leggur einnig orð í belg í þræðinum og segir: „Vont lag, úff!“

Pálmi svarar honum fullum hálsi og segir: „Það er örugglega hægt að fá áfallahjálp fyrir þig einhversstaðar.“ Guðmundur svarar að bragði, þakkar fyrir sig en segist vera góður. „Ætlaði ekki að móðga neinn en mér finnst lagið vont, sorry.“

Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan. Dæmi nú hver fyrir sig:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“