Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
,,Veðrið mjög gott, hótelið fínt og völlurinn frábær,“ svona eru fyrstu kynni, Jóhanns Berg Guðmundssonar af Rússlandi.
Íslenska landsliðið æfir í annað sinn í Rússlandi í dag, æfing liðsins er í gangi og hófst 11:00 á staðartíma.
,,Menn eru mjög rólegir yfir þessu, þegar við komum til Moskvu tveimur dögum fyrir leik þá kemur þetta. Á æfingu, degi fyrir leik þá kemur þetta að alvöru og menn fara að hugsa um þetta.“
Íslenska liðið er nú á sínu öðru stórmóti og telur Jóhann að reynslan af Frakklandi hjálpi.
,,Ég held að reynslan hjálpi, menn vita hvernig þetta verður og fer fram. Það hjálpar mikið.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.