fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Guðmundur ráðleggur þeim sem hafa engan áhuga á fótbolta: Svona eigið þið að haga ykkur næstu vikurnar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 17:00

Guðmundur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður, segist fagna því að heimsmeistaramótið í fótbolta sé senn að hefjast. Hann bendir hins vegar réttilega á að til séu þeir sem hafa ekki snefil af áhuga á fótbolta. Næstu vikur gætu því orðið krefjandi fyrir þann hóp.

„Hvernig á þetta fólk að haga sér næstu vikurnar? Verður lífið óbærilegt?“ Þessum spurningum og fleiri veltir Guðmundur fyrir sér í pistli í Fréttablaðinu í dag. Þar reynir hann eftir fremsta megni að gefa áhugalausum góð ráð um það hvernig þeir eiga að haga sér næstu vikurnar.

Ekki vera fúll á móti

„Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er fyrir þetta fólk að reyna að vera fúlt á móti. Ég held að það berjist enginn við þessa flóðbylgju. Það verður talað um „strákana okkar“ sem mun sjálfsagt fara í taugarnar á einhverjum. Réttara er auðvitað að segja „strákarnir“, en ég held að enginn muni mæta á málþing um það. Mín fyrsta ráðlegging til þessa fólks, sem ég hef fulla samúð með, er að reyna að hafa gaman af þessu,“ segir Guðmundur og nefnir atriði sem hann sá á Listahátíð á dögunum.

„Ég sá kanadískan dansflokk leika rollur á Listahátíð nú um helgina. Það var virkilega fyndið og skemmtilegt og mjög spennandi. Maður velti fyrir sér hvað rollurnar myndu gera næst. Maður sökk inn í atriðið. Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má opna hugann fyrir honum einsog öðru.“

Flugsund á sprellanum?

En hvað á þá að gera ef þessi nálgun virkar ekki? Guðmundur segir að á meðan helmingur þjóðarinnar og hinn helmingurinn í Rússlandi, eða því sem næst, verða fáir á ferli, til dæmis á laugardag þegar Ísland og Argentína mætast.

„Maður getur æft flugsund eins og brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum. Ef maður er haldinn þörf til að ganga um í Kringlunni í Spidermanbúningi, verður gott tækifæri þá. Næstu vikur verða líka góðar til að gera ýmislegt, sem fólk vill kannski koma í framkvæmd svo lítið ber á. Koma út úr skápnum, fá sér húðflúr, hætta á Facebook, skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni geta líka ótal tækifæri skapast: Ganga úr Nató, taka upp nýjan gjaldmiðil, samþykkja áfengi í matvöruverslanir, eyða gögnum,“ segir Guðmundur sem endar pistilinn á þessum orðum:

„Ísland verður líklega aldrei eins aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni