fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Argentínumenn með elsta liðið – Sjáðu í hvaða mánuði flestir leikmenn á HM eru fæddir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínumenn eru með elsta liðið í lokakeppni HM líkt og árið 2014. Helmingur leikmannahópsins er að minnsta kosti 30 ára og þriggja mánaða. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr gögnum sem allar þátttökuþjóðir lokakeppninnar hafa skilað inn til FIFA.

Á eftir Argentínu yfir elstu þjóðirnar eru Panama og Kosta Ríka en yngsti leikmannahópurinn er sá franski. Þar er miðgildið 25 ár og tveir mánuðir en hjá Englendingum er það 25 ár og fimm mánuðir. Íslenski hópurinn er í hópi þeirra elstu en íslensku strákarnir eru líka í hópi þeirra sem eiga flesta landsleiki að baki eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Athygli vekur að þó svo að argentínski hópurinn sé sá elsti er hann einnig einn sá óreyndasti. Hver leikmaður í hópnum á aðeins tíu landsleiki að baki að jafnaði. Hafa ber í huga að í hópnum eru einnig mjög reyndir leikmenn. Lionel Messi á 124 landsleiki að baki og Javier Mascherano 143. Þar á eftir koma til dæmis Angel Di Maria (94) Sergio Aguero (85) og Gonzalo Higuain (71).

Elsti leikmaður keppninnar er Essam Al-Hadary, markvörður Egypta, en hann er 45 ára. Hann er einnig sá leikmaður sem á flesta landsleiki að baki, eða 157.

Þá vekur það athygli að flestir leikmenn keppninnar eru fæddir í stysta mánuði ársins, febrúar. 81 leikmaður er fæddur í febrúar, 75 í mars og 74 í janúar. Rennir þetta enn frekari stoðum undir þá kenningu að íþróttamenn sem fæddir eru fyrri hluta árs eiga betri möguleika en þeir sem eru fæddir seinni hluta árs að ná langt á sviði íþrótta. Fæstir eru fæddir í nóvember og desember, eða 35 og 43.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“