Fjölmargir Íslendingar eru á leiðinni til Rússlands til að fylgjast með sínum mönnum keppa á HM í fyrsta sinn. Er þetta einnig fyrir marga fyrsta skiptið sem leið þeirra liggur til Rússlands enda hefur landið til þessa ekki verið ofarlega á listanum yfir vinsælustu ferðamannastaði okkar. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm hluti sem þú átt ekki að taka með þér.
Plasthljóðfærið sem gerði HM 2010 gjörsamlega óþolandi. Nokkrir sáust með svoleiðis á HM 2014. Skulum ekki láta það endurtaka sig.
Það er æðislegt að vera stolt/ur. En ekki í Rússlandi. Rússar eiga það til að lemja hinsegin fólk. Líka löggan.
Nasistar réðust inn í Rússland og rúmlega 20 milljónir létust í kjölfarið. Skildu nasistabúninginn þinn eftir heima, í guðanna bænum.
Praktískt atriði. Rússar nota eins innstungur og við. Þú þarft ekki að leita að millistykki í fríhöfninni.
Við erum þarna til að styðja okkar menn. Messi getur verið þinn maður í spænsku deildinni en ekki á HM 2018. Mátt líka skilja eftir Maradona-, Modrić- og John Obi Mikel-bolina þína.