fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025

Silfuregils

Hið undarlega lækmál

Hið undarlega lækmál

Eyjan
01.10.2014

Það verður að segjast eins og er að lækmálið stóra virkar eins og algjör skrípaleikur, og varla til annars fallið en að reyna að tefja og trufla dómsmál. Það er varla að þurfi að ræða þetta efnislega, en það sem saksóknarinn lækaði var algjörlega fjarstæðukennd hugmynd um málið sem um ræðir – þetta var semsagt Lesa meira

Verður áfengisfrumvarpinu hleypt áfram?

Verður áfengisfrumvarpinu hleypt áfram?

Eyjan
30.09.2014

Þingskjal númer 17 á yfirstandandi þingi fjallar um að heimila skuli sölu áfengis í matvörubúðum. Þetta er mál sem fékk talsvert umtal áður en það var lagt fram. Aðalflutningsmaðurinn er hinn ungi þingmaður Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, en meðflutningsmenn eru úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð, Framsóknarflokki og Pírötum. Þeir eru: Björt Ólafsdóttir, Jón Þór Lesa meira

Ráðalaust ríkisvald – meðan heilbrigðiskerfið hrynur

Ráðalaust ríkisvald – meðan heilbrigðiskerfið hrynur

Eyjan
30.09.2014

Læknaskorturinn hefur verið að magnast á Íslandi mörg undanfarin ár. Það er náttúrlega erfið staða að vera láglaunaland við hliðina á löndum þar sem er meira ríkidæmi og laun miklu hærri. Það er vandséð hvað hægt er að gera. Nú er yfirvofandi verkfall skurðlækna og mikill fjöldi unglækna lýsir því yfir að hann ætli ekki Lesa meira

Að fá eitthvað fyrir sinn snúð

Að fá eitthvað fyrir sinn snúð

Eyjan
29.09.2014

Fólk sem starfar lengi í stjórnmálaflokkum er svolítið öðruvísi en við hin sem höfum varla komið inn fyrir dyr í flokkunum. Því finnst að þeir sem hafa verið í flokknum eigi að fá eitthvað fyrir sinn snúð – einhverja umbun fyrir ómakið. Hvort sem þeir verðskulda það sérstaklega eða ekki. Á ensku er þetta kallað Lesa meira

Þáttur 6 – Winnipeg, menningin og deilurnar

Þáttur 6 – Winnipeg, menningin og deilurnar

Eyjan
29.09.2014

Sjötti þáttur Vesturfara var sýndur í gærkvöldi. Hann má sjá hér á vef Ríkisútvarpsins. Þátturinn fjallar um líf íslensku innflytjendanna í Winnipeg, þar var um tíma stærsta þéttbýli Íslendinga í heiminum. Menningarlífið var fjörugt, en Íslendingarnir stóðu líka í deilum um aðskiljanleg mál. Þrasgirni landans er semsagt ekki ný. Um þetta orti vísnaskáldið góðkunna Káinn, Lesa meira

Sofi Oksanen og örlög Eistlands

Sofi Oksanen og örlög Eistlands

Eyjan
29.09.2014

Magnað er að lesa skáldsögu eftir Sofi Oksanen sem er nýkomin út undir íslenska heitinu Þegar dúfurnar hurfu. Sofi Oksanen er höfundur hinnar víðlesnu bókar Hreinsun, hún er hálf eistnesk – líkt og Hreinsun fjallar nýja bóki um fólk frá Eistlandi. Þarna er sagt frá atburðum sem ekki mega gleymast – en hafa þó lengi Lesa meira

Með Fjallkonum í kaffiboði hjá Jóhönnu Wilson

Með Fjallkonum í kaffiboði hjá Jóhönnu Wilson

Eyjan
28.09.2014

Í sjötta þætti Vesturfara förum við til borgarinnar Winnipeg. Þar var blómlegt samfélag Íslendinga með blaða- og bókaútgáfu, alls kyns verslunum, félögum og trúarhópum – en líka miklum og þrálátum deilum um ýmsa hluti. Við segjum frá lífi Íslendinganna í svokölluðum Hreysabæ og í hverfinu Point Douglas. Meðal annars eru nefnd til sögunnar rithöfundurinn Laura Lesa meira

Hvernig náum við í upplýsingar um skattsvik?

Hvernig náum við í upplýsingar um skattsvik?

Eyjan
27.09.2014

Þýska ríkið keypti upplýsingar um eignir þýskra borgara í skattaskjólum og þær uppljóstranir höfðu feikileg áhrif og urðu tilefni mikilla umræðna í þarlendum fjölmiðlum. Í þessu fólst ekki síst ákveðin viðvörun, ekki bara um að skattsvikarar yrðu sóttir til saka, heldur líka að þeir gætu misst æruna ef upp um þá kemst. Því skattsvik eru Lesa meira

Var íslenska leiðin sú besta – eða hvað?

Var íslenska leiðin sú besta – eða hvað?

Eyjan
27.09.2014

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir að Íslendingar hefðu ekki staðið betur að vígi í efnahagshruninu ef þeir hefðu tekið upp evru. Ólafur fer um lönd og setur fram þann boðskap að Ísland hafi risið með einstaklega góðum hætti upp úr kreppunni og hann mærir gengisfellingar – við það má náttúrlega setja spurningamerki. Við erum fjarskalega Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af