Fréttnæmt – í hinni öruggu borg
EyjanÉg las í dag á vef sem fjallar um ferðamennsku að Reykjavík sé ein öruggasta borg í heimi. Þar er vitnað í Lonely Planet sem segir: „Ef þið finnið öruggari borg, látið okkur vita.“ Ég fór í framhaldi af því að velta fyrir mér hvort Ísland væri ekki örugglega eina landið í heiminum þar sem Lesa meira
Ebólan – katastrófa fyrir hina sárfátæku Vestur-Afríku
EyjanÞað er mikið rætt um möguleikana á útbreiðslu ebólu á Vesturlöndum og maður finnur fyrir ótta – fjölmiðlarnir næra hann. En tilefni er til að taka þetta í réttri röð. Líkurnar á að sjúkdómurinn breiðist út í Evrópu eða Bandaríkjunum eru litlar. Hins vegar getur komið upp skelfingarástand í Vestur-Afríku. Sjúkdómurinn geisar í löndum þar Lesa meira
Á skrifborðinu
EyjanMiðvikudagur í vinnunni. Gimli-bollinn sem mér var gefinn á Nýja Íslandi, betri undir kaffi en frauðmálin. Náttúra ljóðsins, bók eftir æskuvin minn Svein Yngva Egilsson. Gleraugu. Og Kilju-penninn sem Þórarinn Eldjárn gaf mér en keypti í París. Í sólargeisla sem skín inn um suðurgluggann.
Víkingamyndir og skeggvöxtur
EyjanÍ fréttum les maður að Baltasar Kormákur og Ólafur Egilsson hafi gert samning við Universal kvikmyndaverið um að gera víkingamynd. Það er skemmtilegt. Víkingamyndir eru í raun ekkert sérlega algengar – ekki miðað við hvað sagnasjóðurinn er stór. Af íslenskum víkingaaldrarmyndum tókst best til þegar Hrafn Gunnlaugsson gerði Hrafninn flýgur. Þar fór Hrafn ekki bara Lesa meira
Þórarinn Eldjárn, Steinar Bragi, Kvíðasnillingar og Segulskekkja
EyjanKiljan í kvöld er að miklu leyti helguð Þórarni Eldjárn, en liðin eru fjörutíu ár síðan kom út ljóðabókin Kvæði eftir hann. Þetta var fyrsta bók Þórarins og einhver vinsælasta ljóðabók allra tíma á Íslandi. Síðan hefur Þórarinn lagt gjöva hönd á flestar greinar bókmennta, ritun smásagna og skáldsagna, þýðingar, og svo auðvitað kveðskap – Lesa meira
Embættismaður í strætó
EyjanStrætó hefur sennilega ekki fengið betri auglýsingu en í Kastljósi kvöldsins þegar Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði: „Mér fannst að Kastljós hefði farið út á nýjar brautir í gærkvöldi með því að ráðast á embættismann sem kemur með strætó á hverjum degi í vinnuna.“
Núll traust
EyjanDaginn eftir sex ára afmæli hrunsins les maður þetta viðtal í Viðskiptablaðinu. Þarna er rætt við „framkvæmdastjóra markaða“ hjá Landsbankanum sem hvetur til þess að fólk kaupi hlutabréf. Nú er það svo að almenningur ætti alls ekki að hætta sér út á hlutabréfamarkaðinn íslenska. Þar eru fyrir lífeyrissjóðir, svokallaðir fjárfestar og einhverjir aðilar sem reyna Lesa meira
Hundaskítsborg
EyjanHér eru tvær glóðvolgar myndir af hundaskít í miðborg Reykjavíkur. Önnur er úr Skólastræti, hin úr Bergstaðastræti. Það virðist núorðið vera lenska að ekki má vera græn tó án þess að hundur skíti á hana. Auðvitað er ekki við hundana að sakast, þeir hlýða kalli náttúrunnar, heldur við hundaeigendur – sem margir stunda þessi myrkraverk Lesa meira
Valdamesti maðurinn í landbúnaðarkerfinu – og tengsl hans
EyjanSprengiefni í Kastljósi í kvöld. Ekki síst hvað varðar Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, sem virðist vera valdamesti maðurinn í íslenska landbúnaðarkerfinu, allavega frá hlið hins opinbera. Réttnefndur kommissar. Formaður í alls konar nefndum og ráðum – til dæmis Verðlagsnefnd búvara og nefndinni sem ákvarðar innflutning á búvörum. En hefur starfað í stjórnum fjölda fyrirtækja Lesa meira
Erfiðir dagar ríkisstjórnar
EyjanEitt af því sem fór með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur voru sífelld upphlaup í flokki Vinstri grænna. Þau enduðu með því að fjórir þingmenn létu sig hverfa úr flokknum. Af þessu voru eilífar fréttir á síðasta kjörtímabili. Jóhanna talaði eitt sinn um að erfitt væri að smala köttum – þau orð urðu fleyg. Einhvern veginn hélt Lesa meira