Kvikmyndin sem fær nær örugglega Óskarsverðlaunin
EyjanKvikmyndin Boyhood var á tveimur sýningum á Riff, og síðan hefur hún verið í Háskólabíói, ég sé hún er sýnd þar í dag klukkan 17.40. Á einni sýningu. Ég skil eiginlega ekki að þessi mynd skuli ekki vekja meiri athygli. Að minni hyggju er nær öruggt að hún fær Óskarsverðlaun og það fleiri en ein. Lesa meira
Aftur til fortíðar
EyjanÞað gengur á með 248 króna bröndurum. Hvað getur maður fengið að borða fyrir 248? Sveinbjörg framsóknarkona er hætt í pópúlismanum sem snýr að múslimum – að minnsta kosti í bili – og er komin í svelti á hinu háa Alþingi. Hún tók sæti sem varaþingmaður og kom með skyrdós og lauksúpu að heiman. Frá Lesa meira
Læknar án landamæra og ebólan
EyjanÞað er sagt að allt hafi farið úrskeiðis sem átti ekki að fara úrskeiðis í ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Það er hryllilegt ef 10 þúsund manns fara brátt að smitast á viku. Þá er sjúkdómurinn kominn úr böndunum. Ríkin eins og Líbería, Sierra Leone og Guínea hafa ekki heilbrigðisþjónustu eða sóttvarnir til að eiga við þetta. Lesa meira
Englaryk, strokuþrællinnn Hans Jónatan, Stundarfró
EyjanÍ Kiljunni á miðvikudagskvöldið fjöllum við um nýjar bækur sem eru að koma út þessa dagana. Guðrún Eva Mínervudóttir kemur í þáttinn og segir frá skáldsögu sem ber heitið Englaryk. Bókin fjallar um stúlku sem á heima í Stykkishólmi – og fær vitrun. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, segir frá bókinni Maðurinn sem stal sjálfum Lesa meira
Vont gott fólk?
EyjanÍ nýjum pistli segist Elliði Vignisson bæjarstjóri hafa miklar áhyggjur af framgöngu „góða fólkisins“ á Íslandi. „Góða fólkið“ telur sig þess umkomið að leggja sína óskeikulu mælistiku á hvað má og hvað ekki má. Þeir sem eru sammála þeim er tekið fagnandi í hóp „góða fólksins“ og þar með allt heimilt. Þeir sem eru ósammála eru hinsvegar Lesa meira
Pólitísk einkavæðing var rót hrunsins
EyjanÞorkell Sigurlaugsson hefur komið víða við í viðskiptalífinu, hann er nú framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Þorkell hefur skrifað bækur um viðskipti og nýtur almennrar virðingar fyrir réttsýni og sanngirni. Þorkell skrifar dóm um Hamskiptin, bók Inga Freys Vilhjálmssonar, á vef Landsbankans, undir liðnum Bókahornið. Það er merkilegt að sjá hvað Lesa meira
Neysluviðmið ríkisins
EyjanFréttin um að ríkisvaldið meti það svo að kostnaður við að fæða hvern einstakling á dag sé 745 krónur hefur vakið mikla kátínu, reyndar gremjublandna hjá sumum. Þetta segir í frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt og mun vera byggt á gögnum frá Hagst0funni. Varaþingmaðurinn og húsmóðirin Bryndís Loftsdóttir hefur mótmælt þessu og segir að tölurnar séu Lesa meira
8. þáttur Vesturfara – Káinn
EyjanÍ áttunda þætti Vesturfara, sem var sýndur í gærkvöldi, vorum við í Norður-Dakóta. Í þættinum var mikið fjallað um skáldið Káin sem þar bjó. Meðal annars var rætt við Kristínu Hall, en Káinn orti um hana afar fallegt kvæði þegar hún var barn. Viðar Hreinsson, sem er manna fróðastur um Vestur-Íslendinga, setti þessa færslu um Lesa meira
Hinir vamblausu
EyjanBrandarinn er reyndar stolinn frá Sigurveigu, en það er útlit fyrir að ekki verði neinar vambir í ár, heldur sé slátrið vamblaust. En reyndar er búið að stofna sérstakan hóp vamblausra.
Merkilegir og ómerklegir stjórnmálamenn
EyjanEinn af merkilegustu stjórnmálamönnum síðustu áratuga er Helmut Kohl. Þegar hann tók við embætti kanslara í Þýskalandi bjuggust menn ekki við miklu af honum. En Kohl hafði sýn sem byggði á því að hann hafði upplifað hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar og að tveir bræður hans höfðu fallið í stríðinu. Kohl var eindreginn evrópusinni og þegar kommúnisminn Lesa meira