Búið aðildarferli
EyjanÍ stjórnarsáttmálanum segir að gert verði hlé á aðildarviðræðum við ESB. Og svo segir að ekki verði haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef enga sérstaka trú á að þessi atkvæðagreiðsla verði haldin í lengd eða bráð. Stjórnarflokkana langar ekkert í hana. En nú blasir við hversu illa hefur verið haldið á Evrópumálunum. Sjálfur Lesa meira
Hápunktar í stjórnarsáttmála
EyjanVið lestur stjórnarsáttmálans standa nokkrir hlutir upp úr. Kannski aðallega að menn eru ekki að flýta sér jafn mikið og talað var um fyrir kosningar. Og stjórnin ætlar greinilega ekki að láta hanka sig á of stórum loforðum í stjórnarsáttmála, margt er almennt orðað, en þó ekki allt. Hafi menn búist við því að skuldir Lesa meira
Laugarvatnsstjórn, Jónas frá Hriflu og musteri framsóknarmennskunnar
EyjanAthyglisvert er að tilkynna eigi stjórnarmyndunina í gamla húsi Héraðsskólans á Laugarvatni. Kannski er þetta tilraun til að koma á nafninu Laugarvatnsstjórnin. Þarna er hús í þjóðlegum burstastíl, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það er semsé lagt upp með þjóðlegheit – og gagngert farið upp í sveit. Nafn Jónasar frá Hriflu kemur líka í hugann. Héraðsskólar Lesa meira
Óþægileg nærvera
EyjanGefur það góð skilaboð þegar hrunvaldar eins og Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Geir Haarde mæta til að fylgja nýrri ríkisstjórn úr hlaði? Nei. Þeir ættu ekki að vera þarna. Þeir vekja upp alls kyns óþægileg hugrenningatengsl. Það er betra að láta ungu mennina um þetta – og þeim fylgja árnaðaróskir.
Ólafur Ragnar kominn aftur heim
EyjanÓlafur Ragnar Grímsson var mjög innundir hjá Eysteini Jónssyni þegar hann var í Framsóknarflokknum. Ólafur var afar metnaðargjarn ungur maður og stefndi hátt. Eysteinn var á bandi hans og vildi veg hans sem mestan í flokknum. Svo kom Ólafur Jóhannesson til skjalanna. Hann þoldi ekki Ólaf Ragnar sem loks flæmdist úr flokknum. Staldraði við í Lesa meira
Velur forsetinn eftir málefnum?
EyjanRichard Quest er fréttamaður á CNN. Hann er reyndar þekktari fyrir að nugga sér upp við fyrirfólk en eiginlega fréttamennsku. Quest er góðvinur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og í gær tók hann viðtal við hann á málþingi í London. Þar segir Ólafur Ragnar merkilegan hlut, ef marka má frétt Mbl.is. Hann segist hafa valið Sigmund Lesa meira
Hagkvæmni þess að selja raforku um sæstreng
EyjanÍ áhugaverðri grein fjallar Ketill Sigurjónsson um möguleikana á að leggja sæstreng fyrir raforku til útlanda. Hann leitast við að sýna fram á hversu hagkvæmt þetta er og ber það saman við arðinn sem Íslendingar hafa af því að selja raforku til álvera. Ketill nefnir mikla eftirspurn eftir raforku í Evrópu, og þá aðallega grænni Lesa meira
Dómsmál sem listgjörningur
EyjanStundum koma upp mál sem eru svo skrítin og skemmtileg að maður skilur ekki hvernig hlutaðeigandi hafa getað anað út í þau. Þannig er til dæmis með listamanninn Ásmund Ásmundsson sem hefur stefnt listamanninum Kristin E. Hrafnsson fyrir meiðyrði. Kristinn skrifaði um Ásmund í blaðagrein: „Ofan á þetta er hann kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk Lesa meira
Jóhanna og Simpsons
EyjanJóhanna Sigurðardóttir hefur náð lengra en nokkur íslenskur stjórnmálamaður fyrr og síðar. Hún er orðin persóna í Simpsons.
Okkar góðu vinir
EyjanStigagjöfin í Evrovision sýnir enn einu sinni hvaða þjóð er okkur vinsamlegust. Þjóðverjar. Þeir kaupa tónlistina okkar og bækurnar – halda meira að segja risastóra bókakaupstefnu þar sem við fáum að vera aðal. Þeir eru ein af fáum erlendum þjóðum sem hafa raunverulegan áhuga á Íslendingasögunum. Þeir hafa löngum komið hingað sem ferðamenn – engir Lesa meira