Að nýta hvalinn
EyjanHannes Pétursson skáld stakk upp á því í grein um daginn að Íslendingar framleiddu sjálfir gæludýrafóður úr hvalaafurðum fremur en að skipa kjötinu út til Rotterdam og þaðan til Japan þar sem það endar sem hunda- og kattamatur, þ.e. kjötið sem ekki hrúgast upp í skemmum. Þetta er í raun mjög athyglisverð hugmynd, sérstaklega vegna Lesa meira
Nokkuð skýr vilji þrátt fyrir annmarka
EyjanNú má vera að það sé eins og til dæmis Karl Th. Birgisson og Ólafur Þ. Stephensen halda fram að kröfurnar í undirskriftasöfnun gegn því að breyta veiðigjaldinu standist ekki alveg skoðun. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur líka talað um að undirskriftasöfnunin sé marklítil. Svipuð gagnrýni var reyndar uppi á tíma Icesave. Það breytti því Lesa meira
Ólafur Ragnar og Gunnar Bragi til Þýskalands
EyjanObama Bandaríkjaforseti er í Berlín, hann kom fram á stórum fundi við Brandenborgarhliðið í dag. Obama ræðir við Angelu Merkel um fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Brátt kemur til Berlínar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Þetta er opinber heimsókn, Ólafur Ragnar hefur reyndar ekki mikið látið sjá sig í ríkjum Evrópusambandsins, en ferðirnar til Kína Lesa meira
Verður nú hægt að semja við lífeyrissjóðina?
EyjanEitt af því sem verður forvitnilegt að sjá varðandi nýju ríkisstjórnina er hvernig henni tekst að semja við lífeyrissjóðina. Síðustu ríkisstjórn gekk afar illa að eiga við þá – enda eru stjórnendur lífeyrissjóðanna ekki tilbúnir að tapa peningum umfram það sem þeir gerðu í hruninu. Þarna er annars vegar horft til Íbúðalánasjóðs. Hann nýtur ríkisábyrgðar Lesa meira
Silfrið hættir – ný og skemmtileg verkefni
EyjanÞað er rétt sem komið er fram að ég er hættur með Silfur Egils. Þættirnir hafa verið í sjónvarpi síðan 1999, fyrst á Skjá einum, svo á Stöð 2 og nú síðustu sex árin á Rúv. Mér þykir þetta orðið gott. Ég árétta að það er að mínu frumkvæði að þættirnir renna nú sitt skeið. Lesa meira
Ólafur Ragnar: Kvótinn hentar vel í þjóðaratkvæði
EyjanEftir áratuga deilur er þjóðin orðin afar vel að sér um fiskveiðistjórnun og líklega alveg hæf til að taka upplýsta ákvörðun um þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri mjög í samræmi við umræður um þjóðaratkvæðagreiðslur, til dæmis vegna Icesave-málsins. Fréttavefurinn Vísir minnir enda á að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi talið að kvótamálin hentuðu mjög Lesa meira
Margháttaður misskilningur um Ísland
EyjanÍsland hefur fengið margvíslegt orð á sig erlendis sem er ekki beinlínis verðskuldað. Maður finnur þetta fljótt eftir að maður kemur út fyrir landsteinana. Það er til dæmis þetta með að hér hafi almenningur ekki ekki þurft að bera neinar byrðar vegna fallinna banka, að stjórnmálamenn hafi verið dæmdir og fangelsaðir, sem og bankamenn. Að Lesa meira
Aðrar áherslur í veðrinu
EyjanEr það kannski í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar að sumarveður er nú eins og maður átti að venjast á árum áður? Hlýtt og bjart norðaustanlands, en kalt og eilífur suddi í Reykjavík?
Stórt stökk á nýjan leik í Kína
EyjanSkelfilegar eru hugmyndir Kínastjórnar um að flytja 250 milljónir manna í nýreistar borgir og bæi. Þetta er gert til að auka hagvöxt, að því sagt er. Frá þessu er greint í New York Times. Svona aðgerðir hafa stundum verið nefndar þjóðfélagsverkfræði – social engineering á ensku. Í því sambandi má nefna samyrkjubúavæðingu Sovétríkjanna í upphafi Lesa meira
Sigurður Nordal og stofnun lýðveldisins
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vitnaði í Sigurð Nordal í ræðu sinni á Austurvelli í dag, 17. júní. Það fer auðvitað ágætlega á því. Það var samt ekki nefnt að Sigurður var mótfallinn stofnun lýðveldisins 1944. Hann var í hópi lögskilnaðarmanna svokallaðra sem héldu því fram að það væri skammarlegt af Íslendingum að laumast undan stjórn Lesa meira