Á mála hjá FBI – með tilhneigingu til að ljúga
EyjanÞað var búinn til ótrúlegur lygavefur í kringum Sigga hakkara þegar FBI kom hingað til Íslands. Það var meira að segja spunnin upp einhver saga um tölvuárás á Stjórnarráðið. Tímaritið Wired segir að þarna hafi verið notaðar aðferðir frá því í baráttunni við skipulega glæpastarfsemi eða jafnvel frá tímanum þegar J. Edgar Hoover var að Lesa meira
Þegar íslenska hægrið varð viðskila við umhverfismálin
EyjanÞað er svo sannarlega rétt hjá Erni Halldórssyni að umhverfisvernd er ekki einkamál vinstri manna – eða hún ætti ekki að vera það. Örn ætlar að stofna vefsíðu sem nefnist Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar. Það hefur verið nefnt áður á þessari síðu að einn fyrsti náttúruverndarmaðurinn sem sat á Alþingi Íslendinga var Birgir Kjaran, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir, Lesa meira
Fegurðarsamkeppni
EyjanNú þegar staðan er sú að hópar kjósenda eru sífellt að biðla til forsetans um að synja lögum staðfestingar og vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, er þetta orðið svolítið eins og fegurðarsamkeppni þar sem lysthafendur spranga fyrir framan forsetans í von um að hann taki eftir þeim. Stundum gerir hann það og stundum ekki – og stundum Lesa meira
Ferðamennirnir og gjaldtakan
EyjanNúorðið tíðkast á Íslandi að tala með heldur leiðinlegum hætti um ferðamenn og ferðamennsku. Samt er það líklega ferðamennskan sem öðru fremur hefur mildað áhrifin af efnahagshruninu. Hún veitir fjölda manns atvinnu og peningarnir seytla víða út um samfélagið – stundum framhjá skattinum eins og til margra sem leigja frá sér íbúðir eða herbergi. Miðað Lesa meira
Í anda Stasi
EyjanEdward Snowden hefur í raun unnið afar merkilegt starf. Hann sýnir okkur hversu stjórnvöld eru tilbúin að ganga langt til að snuðra um þegna sína. Þegar kommúnistar áttu í hlut var svonalagað talið mjög ófínt. Leyniþjónustur á borð við Stasi hafa hryllilegt orð á sér. Stasi byggði upp víðtækasta eftirlitskerfi sem hefur þekkst á jörðinni, Lesa meira
Ferðamenn – frelsi og troðningur
EyjanEitt einkenni þeirra tíma sem við lifum á er að fólk ferðast. Það var ekki svona: Sjálfur kom ég til útlanda fyrst þegar ég var 13 ára. Núorðið myndi það þykja gamalt. Þjóðir eins og Kínverjar og Rússar eru líka farnar að ferðast í stórum stíl: Fólk þaðan bætist í hinn mikla ferðamannastraum. Á Íslandi Lesa meira
Háskalegt fyrir stjórnmálamenn að vera hörundsárir
EyjanÞað er afar óheppilegt fyrir menn sem eru í háum opinberum stöðum að vera hörundsárir. Þeir verða að brynja sig – annað er ávísun á vanlíðan og kvalræði. Og þeir þurfa að geta látið mikið af gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Hinn nýi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, virðist vera óþarflega hörundssár. Hann er afar Lesa meira
Skiljanleg og óskiljanleg danska
EyjanDanska sem tungumál verður óskiljanlegri og óskiljanlegri eftir því sem tíminn líður. Þeir sem læra dönsku í íslenskum skólum eiga ekki séns í að skilja þá dönsku sem er töluð úti á götum í Kaupmannahöfn – og ekki heldur í vinsælum dönskum lögguþáttum. Þetta er ekki danskan sem var töluð í þáttum eins og Matador, Lesa meira
Fullt tungl í Eyjahafi
EyjanVarla hef ég upplifað fegurri nótt. Hef aldrei séð bjartara tunglskin. Þetta er víst bjartasta tungl ársins, kallað ofurmáni. Eyjar í kring eru slegnar silfurbirtu og það sést í kletta, akra og hús sem væru yfirleitt hulin náttmyrkri. Loftið er óvenju tært þessa dagana, í norðvestanátt, sem veldur því að grillir í fjarlægar eyjar. Þær heita Lesa meira
Endanleg niðurstaða einkavæðingar Símans
EyjanEinkavæðing banka og fyrirtækja er einhver hörmulegasta saga í síðari tíma íslenskri pólitík. Nú er loks lokið við endurskipulagningu Skipta – það er fyrirtækið sem eitt sinn var Landsíminn. Við getum séð á listanum yfir þá sem nú eiga fyrirtækið hvernig einkavæðingunni lauk – það er loks búið að semja um skuldir félagsins. Arionbanki á Lesa meira