fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Silfuregils

Íbúðalánasjóður – partur af tímabili efnahagslegrar óstjórnar

Íbúðalánasjóður – partur af tímabili efnahagslegrar óstjórnar

Eyjan
11.07.2013

Hún er dálítið skrítin umræðan um skýrsluna um Íbúðalánasjóð. Það er látið eins og niðurstaða skýrslunnar sé sú að 90 prósenta lánin hafi verið þess valdandi ein og sér að allt fór í rugl í íslensku efnahagslífi. En auðvitað dettur engum í hug að halda þessu fram. Þetta var samfelld þróun sem stóð fyrsta áratug Lesa meira

Matarholur fyrir vildarvini stjórnmálaflokka

Matarholur fyrir vildarvini stjórnmálaflokka

Eyjan
10.07.2013

Bankaráð Seðlabanka Íslands er algjörlega tilgangslaus kjaftaklúbbur. Þetta sýndi sig glöggt þegar menn fóru að skoða íslenska efnahagshrunið. Bankaráðið réð aldrei neinu – og á því hefur ekki orðið nein breyting. Hinn eiginlegi tilgangur ráðsins er að setja þangað inn gamla stjórnmálamenn og vildarvini flokka, svo þeir geti fengið þægilegan aukapening. Þetta er svona einfalt. Lesa meira

Mun Ólafur beita sér fyrir sátt?

Mun Ólafur beita sér fyrir sátt?

Eyjan
10.07.2013

Eitt þarf að vera alveg á hreinu: Veiðigjald er ekki skattur. Ef ég kaupi mér veiðileyfi í á eða vatni á Íslandi, myndi engum detta í hug að kalla það skatt. Þetta er gjald fyrir afnot. Þau tíðkast í ýmsum myndum. Það telst ekki heldur vera skattur ef ég fer á bókasafn og fæ lánaða Lesa meira

Stjórnskipulegur óskapnaður

Stjórnskipulegur óskapnaður

Eyjan
08.07.2013

Það er alveg rétt hjá Sigurði G. Guðjónssyni að það þýðir ekki að stjórna landi með því að reglulega sé efnt til undirskriftasafnana á netinu og skorað á forseta Íslands að undirrita ekki hin eða þessi lögin. Stjórnskipulega er þetta algjör óskapnaður. Mismunandi hópar reyna að ganga í augun á forsetanum með hugmyndir sínar, hann Lesa meira

Ljótt að sjá

Ljótt að sjá

Eyjan
08.07.2013

Myndband af lögreglumönnum sem handtaka að því er virðist dauðadrukkna konu á Laugavegi er býsna skelfilegt. Aðferðir lögreglumannanna eru hrottalegar – og mannfjandsamlegar. En það er eiginlega alveg jafn skelfilegt að lesa ummæli sumra sem skrifa athugasemdir við frétt um þetta á Vísi. Hvers konar samfélagi vill svoleiðis fólk búa í? Þar sem ofbeldi af Lesa meira

Næturhimininn fær merkingu

Næturhimininn fær merkingu

Eyjan
07.07.2013

Mitt (heldur dauflega) næturlíf hefur tekið stakkaskiptum síðan ég hlóð niður SkyView appinu í símann minn. Nú get ég gónt upp í næturhimininn og borið kennsl á ýmis fyrirbæri sem mig hefur alltaf langað að þekkja. Bækur dugðu einhvern veginn aldrei til þessa. Og þetta festist aldrei í huga mér þegar reynt var að fræða Lesa meira

Þvingaðir leikir ríkisstjórna

Þvingaðir leikir ríkisstjórna

Eyjan
07.07.2013

Við lifum á tímum þegar oft virðast ekki vera nema tveir stjórnmálaflokkar í vestrænum ríkjum, stjórn og stjórnarandstaða. Stjórnarandstöðuflokkar haga sér eins og fyrri stjórnarflokkar þegar þeir komast í ríkisstjórn – og öfugt. Það er ekki víst að núverandi ríkisstjórn geri svo margt frábrugðið því sem síðasta ríkisstjórn gerði eða hefði gert. Leikirnir sem hún Lesa meira

Hin köldu sumur æsku minnar

Hin köldu sumur æsku minnar

Eyjan
06.07.2013

Þau eru eftirminnileg sumur æskunnar, líka þegar veðrið var vont. Ég ólst upp á kuldaskeiði. Stuttbuxnadagar voru fáir. Ég á reyndar minningu um að hafa verið að busla klæðalítill í gosbrunni sem var í Hallargarðinum. Hann var fjarlægður skömmu síðar – það var á árum þegar reglan var frekar sú að taka burt það sem Lesa meira

Nefnd hinna umdeildu þingmanna

Nefnd hinna umdeildu þingmanna

Eyjan
06.07.2013

Það er spurning hvort það sé gert með ásettu ráði að setja saman hóp umdeildustu þingmannanna og láta hann fá það verkefni að koma með tillögur um niðurskurð í ríkisrekstrinum. Er kannski álitið að þetta fólk hafi engu að tapa? Í hópnum eru þingmenn sem hafa virst meðal þeirra reiðustu sem sitja á Alþingi. Það Lesa meira

Herinn tekur völdin í Egyptalandi – en hvað næst?

Herinn tekur völdin í Egyptalandi – en hvað næst?

Eyjan
06.07.2013

Staðan í Egyptalandi er feikilega viðkvæm. Það er þversögn að mótmælendur, sem segjast aðhyllast lýðræði, voru að biðja um valdarán hersins. Því hefur verið líka verið fagnað víða um heim. En um leið voru réttkjörin stjórnvöld slegin af og mikill fjöldi meðlima Múslimska bræðralagsins var settur bak við lás og slá. Mohamed Morsi reyndist ófær Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af