Ævintýrið um kóngafólkið á Bretlandi, jú og víðar
EyjanMér finnst allt kónga- og drottningastand verulega ógeðfellt. Svoleiðis er það bara. Ef ég byggi í landi þar sem væri kóngur, þá væri ég ákafur lýðveldissinni. Að það séu meðfædd fríðindi í ákveðnum ættum að vera þjóðhöfðingjar og búa í höllum með þjóna á hverjum fingri – og það líka í lýðræðisríkjum. Það er ekki Lesa meira
Munurinn á einkarekstri og einkavæðingu
EyjanHugsanlega er það af ásettu ráði að margir kjósa að skilja orð Kristjáns Þórs Júlíussonar þannig að hann sé að mæla með einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu? En svo eru aðrir sem kannski bara misskilja? Einkarekstur tíðkast víða í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Fyrirkomulagið er þannig að ríkið er eini kaupandinn. Það ákveður verð þjónustunnar. Kannski eru einhver Lesa meira
Flottir Stones í Hyde Park
EyjanVið vorum kannski ekki alveg upp við sviðið en það var rosa stemming á Rolling Stones tónleikunum í Hyde Park í gærkvöldi. Þetta var síðasti konsertinn á tónleikaferð þeirra – þeir voru miklu betri en þegar ég sá þá síðast árið 2006. Því verður varla jafnað saman. Síðustu vikurnar hafa verið eins og sigurför fyrir Lesa meira
Væntingar til Illuga
EyjanÞað er búist við miklu af Illuga Gunnarssyni, nýjum menntamálaráðherra. Illugi er bráðklár maður – einn sá greindasti í stjórnmálum á Íslandi og það er vitað að hann sóttist eftir því að verða menntamálaráðherra. Sumir óttast kannski að Illugi geri breytingar á skólakerfinu – aðrir telja að tími sé kominn til. Það þarf ekki að Lesa meira
Tónleikar í sumarblíðu
EyjanHjá okkur er tónleikahelgin mikla. Við erum í London og það er tónlistarhátíð í Hyde Park. Í gær ætluðum við að sjá Elton John, en hann fékk botnlangabólgu. En Elvis Costello og Ray Davis spiluðu og voru flottir. Í dag spila Rolling Stones – og á undan ungir menn sem heita Jake Bugg og Tom Lesa meira
Lífeyriskerfi í vanda
EyjanÞau eru glaðleg tíðindin sem berast frá Fjármálaeftirlitinu sem hefur gert úttekt á stöðu lífeyrissjóðanna. Samkvæmt þessu er þrennt til ráða: Það þarf að hækka iðgjöld. Skerða réttindi – semsé greiðslur úr sjóðunum. Hækka lífeyrisaldur. Líklega verður niðurstaðan blanda af þessu þrennu, eða það mætti ætla? Gatið hjá sjóðunum sem hafa ábyrgð ríkis- og sveitarfélaga Lesa meira
Furðulegar hugmyndir um fjölmiðla
EyjanÓlíkt sumum sem hafa áður setið í embætti útvarpsstjóra er Páll Magnússon ekki pólitískt ráðinn. Hann hefur alið allan starfsaldur sinn í fjölmiðlum – á Vísi, Tímanum, hjá Iceland Review, Stöð 2 og Ríkisútvarpinu. Hann er fagmaður sem gjörþekkir hvernig starf á fjölmiðlum fer fram – og skilur líka nauðsyn þess að fjölmiðlamenn fái njóta Lesa meira
„Norska aðferðin“
EyjanÉg ber mikla virðingu fyrir lögreglunni á Íslandi. Hún nýtur líka mikils trausts – það hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum. Hún er ein þeirra stofnana á Íslandi sem nýtur mests trausts. Sem er gott. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um hið sorglega atvik sem varð á Laugavegi fyrir nokkrum Lesa meira
Leiðrétt ranghugmynd
EyjanNú þegar hafa orðið talsverðar breytingar í íslenskri pólitík, er tími til að leiðrétta aðeins nokkrar ranghugmyndir sem hafa verið á lofti – og hefur verið haldið á lofti – síðustu árin. Eitt er það að Ísland sé land svo ríkt af auðlindum að aðrar þjóðir renni til okkar öfundaraugum og sækist eftir því að Lesa meira
Tími niðurskurðar – í nokkru ósamræmi við kosningaloforð
EyjanMaður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hin nýja ríkisstjórn sé í vandræðum á fyrstu mánuðum sínum. Framlagningu fjárlaga og þar með þingsetningu hefur verið frestað um þrjár vikur. Það er búið að setja saman sérstaka nefnd til að finna hvar megi skera niður í ríkisrekstrinum, ekkert er undanþegið, segir forsætisráðherra. Nýr heilbrigðisráðherra skrifar grein Lesa meira