fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Silfuregils

Ekki mjög hár turn

Ekki mjög hár turn

Eyjan
18.07.2013

Á samskiptamiðlum geisa miklar deilur um moskubyggingu í Reykjavík. Sumir sem taka til máls kalla þetta reyndar „moskvu“. En þeir eru jafn mikið á móti fyrir því. Mikið er gert úr því að þarna verði turn með bænaköllum sem muni valda fólki ónæði jafnt dag sem nótt. Maður sér fyrir sér mannvirki eins og Bláu Lesa meira

Makríllinn og hin þjóðhverfu viðhorf

Makríllinn og hin þjóðhverfu viðhorf

Eyjan
17.07.2013

Það er greinilegt að þjóðhverf viðhorf eru í tísku. Nú er talað um það sem mikið fullveldismál að fá að veiða ókjör af makríl. Á öðrum stað les ég að Íslendingar séu beittir nýlendukúgun vegna makríldeilunnar. Henni er líkt við landhelgismálin forðum. En staðreyndin er sú að við höfum átt í fjölda deilna vegna fiskistofna Lesa meira

Varla dólgakapítalismi

Varla dólgakapítalismi

Eyjan
17.07.2013

Það er merkilegt þegar menn rjúka upp með orð eins og „dólgakapítalisma“ þegar rætt er um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Og þegar menn fara að tala um Bandaríkin í þessu sambandi, þá er nokkuð ljóst að þeir eru að fiska í gruggugu vatni. Landlæknir skrifar vinsamlega grein og bendir á að einkarekstur tíðkist með ýmsum hætti Lesa meira

Þjóðlegt en ekki mjög gott

Þjóðlegt en ekki mjög gott

Eyjan
17.07.2013

Maður óttast helst að eftir för Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til Evrópu og yfirlýsingar hans á evrópskum vettvangi, verði það talið til marks um þjóðhollustu og ást á fullveldi íslensku þjóðarinnar að éta makríl. Ég sá að strax í gærkvöldi var Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, farinn að setja inn makríluppskriftir á Facebook-síðu sína. Vandinn er sá Lesa meira

Tilkomumikill turn

Tilkomumikill turn

Eyjan
16.07.2013

Uppi á þaki í Suður-London (hitinn er 25 stig þótt komið sé fram yfir miðnætti) horfi ég á The Shard, hæstu byggingu í Evrópusambandinu, að því sagt er. Þetta er glerpýramíði og hefur verið mjög umdeildur. Hann er byggður af kaupsýslumönnum frá Quatar, sumir sögðu að hann myndi eyðileggja sjóndeildarhringinn í London. Dálkahöfundurinn frægi, Simon Lesa meira

Jóhann G.

Jóhann G.

Eyjan
16.07.2013

Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður er látinn – það er harmafregn. Jóhann bjó í Ljósvallagötu þegar ég var að alast upp á Ásvallagötunni. Hann var einn þeirra sem ég leit hvað mest upp til á þessum miklu popp- og rokkárum. Á þeim árum hélt Jóhann úti framúrstefnuútgáfu hljómsveitarinnar Óðmanna. Þar voru þeir með honum Finnur Torfi Lesa meira

Hrædd þjóð

Hrædd þjóð

Eyjan
16.07.2013

Íslendingar virka eins og mjög hrædd og íhaldssöm þjóð. Það má ekki nefna breytingar án þess að menn rjúki upp til handa og fóta og séu mjög óttaslegnir. Stjórnarskráin. Menntakerfið. Landbúnaðarkerfið. Heilbrigðiskerfið. Það mætti jafnvel ætla að á öllum þessum sviðum séum við í allra fremstu röð í heiminum – svo mikil er tregðan við Lesa meira

Sumarið 2013

Sumarið 2013

Eyjan
15.07.2013

Skítaveður – og ekki segja að þetta sé bara svona á Íslandi eða að rigningin sé góð. Við höfum fengið að venjast bretra. Ef þetta heldur svona áfram hlýtur að bresta á landflótti.  

Er niðurskurður í anda Osbornes orðinn aðalmálið?

Er niðurskurður í anda Osbornes orðinn aðalmálið?

Eyjan
15.07.2013

Í grein um niðurskurð á vefsíðu Vigdísar Hauksdóttur rekst hvað á annars horn. Vigdís situr í hópi sem á að hagræða í ríkisrekstrinum. Nú er reyndar mikil spurning hvort ríkisstjórnin hafi yfirleitt umboð frá kjósendum til að skera mikið niður hjá ríkinu. Niðurskurður var ekki ræddur fyrir kosningar nema lítillega. Kosningaloforð hljómuðu upp á allt Lesa meira

Mannorðsmorð í þingsal?

Mannorðsmorð í þingsal?

Eyjan
15.07.2013

Eins og ég hef áður sagt sýnist mér ný stjórn Ríkisútvarpsins vera vel skipuð. Þetta er talsverð breyting frá því sem var þegar harðir flokksmenn sátu í stjórninni. Þarna hefur semsagt tekist vel til. Nú er talsvert fjaðrafok vegna þess að píratinn Birgitta Jónsdóttir heldur því fram að hafi átt að „mannorðsmyrða“ Láru Hönnu Einarsdóttur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af