fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025

Silfuregils

Ærlegt hjá Tobbu

Ærlegt hjá Tobbu

Eyjan
21.07.2013

Það verður að segjast eins og er, þetta er kolröng greining hjá hinum ágæta þáttastjórnanda Sigurjóni. Ég geri mér svosem enga grein fyrir því hvaða möguleika Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á til að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þau hafa hins vegar skarað fram úr þar hún og Gísli Marteinn Baldursson. Þau eru bæði talsmenn nútímalegra Lesa meira

Snorri Sturluson og Evrópusambandið

Snorri Sturluson og Evrópusambandið

Eyjan
20.07.2013

Páll Vilhjálmsson skrifar grein á bloggsíðu sína þar sem hann mótmælir því að Snorri Sturluson sé kallaður Evrópumaður á sýningu í Reykholti. Páll telur að þetta sé áróður fyrir Evrópusambandið og heimtar að þetta verði leiðrétt. Það ættu reyndar að vera hæg heimatökin, því klerkur í Reykholti er Geir Waage, mikill andstæðingur Evrópusambandsins og sá Lesa meira

Economist: Snarlækkandi glæpatíðni

Economist: Snarlækkandi glæpatíðni

Eyjan
20.07.2013

Í nýjasta hefti The Economist birtist merk forsíðugrein. Hún fjallar um þá staðreynd að glæpatíðni fer mjög lækkandi í hinum efnaðri hluta heimsins. Þetta er þvert á það sem margir ætluðu að myndi gerast. Því var haldið fram að glæpir myndu aukast með breyttu fjölskyldumynstri og sökum þess að innflytjendum fjölgar. En hið þveröfuga hefur Lesa meira

Að byggja hátt – í besta umhverfi heims

Að byggja hátt – í besta umhverfi heims

Eyjan
19.07.2013

Stjörnuarkitektinn Richard Rogers er í skemmtilegu viðtali í tölublaði af Evening Standard sem ég tók með mér frá London. Rogers verður áttræður 23. júlí, hann hefur teiknað margar frægar byggingar, meðal annars Pompidou-listamiðstöðina í París og Lloyds-bankann í London. Rogers er mikill áhugamaður um stórborgir þar sem margskonar fólk og margháttuð menning mætist. Hinar stóru Lesa meira

Blaðsíða 24

Blaðsíða 24

Eyjan
19.07.2013

Góð blöð hafa góðar aðsendar greinar. Í mörgum erlendum blöðum eru þær besta efnið. Hér er dæmi um hversu Morgunblaðinu hefur hnignað skelfilega. Blaðsíða 24 í dag. Tvær aðsendar greinar. Önnur er eftir þekktan rasista, hin er eitthvert undarlegt þrugl gegn þróunarkenningunni.

Erfitt verkefni – á tíma þegar eru uppi kröfur um kjarabætur

Erfitt verkefni – á tíma þegar eru uppi kröfur um kjarabætur

Eyjan
19.07.2013

Þetta er ekki auðvelt. Niðurskurðarhópurinn segist ætla að koma með róttækar tillögur – og niðurskurðurinn verði verkefni sem eigi að standa allt kjörtímabilið. En þetta er ekki tónninn sem var sleginn fyrir kosningar. Launþegar bíða nefnilega eftir kjarabótum, ekki bara skuldaniðurfellingum og skattalækkunum. Laun á Íslandi hafa dregist mjög aftur úr nágrannalöndunum. Það hefur fremur Lesa meira

Skátar klífa fjall í stuttbuxum

Skátar klífa fjall í stuttbuxum

Eyjan
18.07.2013

Þessa frábæru ljósmynd er að finna á vefsíðunni Lemúrnum. Þar er birtur alls kyns sögulegur fróðleikur. Myndin er eftir Magnús Ólafsson, einn merkasta myndasmið Íslands á fyrri hluta síðustu aldar. Mikið af gömlu myndefni er að finna á Lemúrnum eða hlekki á það. Ljósmyndin er tekin á bilinu 1925-1935 og sýnir skáta klífa fjall. Takið Lesa meira

Þversagnirnar við niðurskurðinn

Þversagnirnar við niðurskurðinn

Eyjan
18.07.2013

Við lifum skrítna tíma. Kosningarnar í vor snerust mest um skuldaniðurfellingar og skattalækkanir. En nú er allt annað uppi á teningnum. Það er talað um niðurskurð í ríkisrekstrinum og hugsanlega fjöldauppsagnir ríkisstarfsmanna. Kannski hefði verið eðlilegra ef þetta hefði borið á góma í kosningabaráttunni? Eins og hún spilaðist, þá verður að segja að ríkisstjórnin hefur Lesa meira

Sérkennilegt rugl um orðanotkun

Sérkennilegt rugl um orðanotkun

Eyjan
18.07.2013

Á ensku er talað um accession, á dönsku er talað um tiltrædelse, á frönsku um adhésion, á þýsku segja menn beitritt – á íslensku hefur verið notað orðið aðild. Það er mjög svipaðrar merkingar og hin erlendu orð. En er það allt í einu orðið til marks um svik að á íslensku sé talað um aðildarviðræður en Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af