Með heiminn að leikvelli
EyjanMenn eru að fárast yfir ákvörðun ungs knattspyrnumanns að velja fremur að spila með bandaríska landsliðinu í fótbolta en því íslenska. En auðvitað er þetta afar skiljanlegt. Strákurinn hefur miklu meiri tækifæri með bandarísku landsliði en íslensku. Hann gæti jafnvel komist á heimsmeistaramót. Ég á þrjá hálfbræður sem ég er í afskaplega góðu sambandi við. Lesa meira
Myrkur um miðjan dag á Austurvelli
EyjanHún er skrítin umræðan um uppbygginguna á Landsímareitnum. Borgarfulltrúi VG heldur því fram að deiliskipulag svæðisins hafi verið samþykkt „í kyrrþey“. Samt man maður varla eftir framkvæmdum í borginni sem hafa fengið meiri umræðu. Ég sá að einn forsprakki mótmælenda sagði í dag að ekki yrði sól á Austurvelli eftir klukkan hálf þrjú um daginn. Lesa meira
Óöryggi og hræðsla
EyjanÞað leynir sér ekki að mikið óöryggi er innan ríkisstjórnarinnar. Það er engin skjót leið til að koma af stað hagvexti á Íslandi, „stækka kökuna“, það tekur langan tíma að semja við erlenda kröfuhafa og afnema gjaldeyrishöft. Það er varla hægt að lækka skatta og nú er helst talað um niðurskurð. Hann felst þá líklega Lesa meira
Staðlausir stafir um RÚV
EyjanEkki er óþekkt að menn hendi fram tölum sem verða svo nánast að viðteknum sannindum. Kannski af því enginn hirðir um að leiðrétta vitleysuna. Jón Þorvarðarson stærðfræðingur gerir athugasemdir við málflutning Brynjars Níelssonar þar sem hann hélt því fram að 50 prósent af meðallaunum fjölskyldu færu í að greiða til Ríkisútvarpsins. Menn hafa síðan hent Lesa meira
Menningarbylting
EyjanAðrar eins hreinsanir hafa varla sést á fjölmiðli og undanfarið á Fréttablaðinu/Stöð 2. Reyndir starfsmenn hverfa unnvörpum á braut. Oft heyrir maður af mörgum á dag. Maður skyldi halda að eitthvað sé í vændum vegna þessa – að þessir fjölmiðlar muni taka nokkrum breytingum. Nema eldri og dýrari starfskraftar séu að rýma til fyrir yngri Lesa meira
Íslendingar drekka lítið af áfengi – er stefnan kannski að virka?
EyjanElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hvetur til þess að sala á áfengi sé rædd „án ofstækis“. Ofstæki er varla gott orð í þessu sambandi – hér hefur lengi verið ríkiseinkasala á áfengi. Stundum heyrast raddir um að því mætti breyta, en þær fá yfirleitt lítinn framgang. Meðal stjórnmálamanna er yfirleitt ekki mikill áhugi á þessu Lesa meira
Hvenær verður samið við kröfuhafana?
EyjanEitt aðalmál nýrrar ríkisstjórnar eru samningar við erlenda kröfuhafa – hrægammana eins og þeir eru kallaðir þegar þykir henta. Margt hangir á þessum viðræðum, til að mynda afnám gjaldeyrishafta og loforð um að fella niður skuldir heimila sem var aðalkosningamálið í vor. Maður skyldi því halda að þetta væri algjört forgangsmál. En svo virðist ekki Lesa meira
Er endurreisn Íslands hrein lygi?
EyjanSimon Black skrifar um Ísland á vinsælu bloggi sem nefnist Sovereignman – greinin heitir hvorki meira né minna en: „Wow. This story about Iceland’s recovery is a complete lie.“ Íslenski efnahagsbatinn er algjör lygi, segir Black. Hann segir að ein lygin sé að Íslendingar hafi fangelsað bankamenn en bjargað almenningi. En hversu langa dóma fái Lesa meira
Innflytjendur endurreisa bandaríska húsnæðismarkaðinn
EyjanJohn Feinblatt og Jason Marczak skrifa á vef CNN um hvernig innflytjendur hafa hjálpað til að endurreisa húsnæðismarkaðinn í Bandaríkjunum eftir hrunið sem varð fyrir fimm árum. Greinarhöfundarnir álíta að þessi saga sé yfirleitt ekki sögð, en innflytjendur hafa keypt húsnæði á stöðum sem hefðu ella haldið áfram að sökkva í kreppuástand og húsnæðisverð hefði Lesa meira
Brostu, það er verið að taka mynd
EyjanUm daginn var okkur sagt að við gætum farið út og látið taka af okkur mynd utan úr geimnum. Frá Satúrnusi. Betra að brosa. Svona lítur myndin út. Við erum örlítið rykkorn í geimnum. Eins og Sigurveig segir: „Það tók því aldeilis að fara í betri fötin og mála sig.“