Margfaldir meistarar í verðbólgu
EyjanDataMarket birtir sláandi tölur. Ísland á svoleiðis margfalt Vesturlandamet í verðbólgu frá 1980 – og örugglega líka ef leitað er aftar í tímann. Það er enginn sem keppir við Ísland á þessu sviði. Nú er sagt að eigi að renna upp nýr tími, að við getum beitt handaflinu til að ná stöðugleika. Trúi því hver Lesa meira
Þarf að rífa 365?
EyjanÍ frétt sem flutt var á Stöð 2 í gær og fjallaði um mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vantaði mikilvægan punkt. Nefnilega að líklega þyrfti að rífa höfuðstöðvar 365 – og þar með Stöðvar 2 – ef til slíkra framkvæmda kæmi. Hún myndi óhjákvæmilega kalla á breikkun Miklubrautar, allt frá Snorrabraut og upp Lesa meira
Framrúðan eða framtennurnar?
EyjanÞað er gaman að sjá hvernig sögur verða til og stækka eftir því sem tíminn líður. Kannski þróuðust Íslendingasögurnar einhvern veginn svona? Það gerðist í Búsáhaldabyltingunni, bak við Stjórnarráðið, að hópur mótmælenda var þar saman kominn þegar Geir Haarde kom út úr húsinu og steig inn í bifreið sína. Í hópi mótmælendanna var Hallgrímur Helgason Lesa meira
Karólína, sonnettur Valdimars, HhhH
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld fjöllum við um nýútkomna bók þar sem er rýnt í list Karólínu Lárusdóttur. Við förum á Hótel Borg, en þar innan veggjanna er Karólína alin upp og þar fann hún sér ríkulegt myndefni. Höfundur bókarinnar er Aðalsteinn Ingólfsson. Við hittum sonnettuskáldið Valdimar Tómasson. Ný bók hans nefnist Sonnettugeigur, en þar yrkir Lesa meira
Með kveðju frá Kína – spillingarrisinn Cosco
EyjanHér er merkileg bloggsíða sem vert er að fylgjast með. Hún nefnist Með kveðju frá Kína og er haldið úti af tveimur íslenskum konum sem eru búsettar í Shanghai, Elsu Ævarsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur. Þarna má lesa skýringar á ýmsu sem er að gerast í Kína, skrifaðar af þekkingu og innsæi. Til dæmis er í Lesa meira
Mogginn: Dagur vinsælastur en Halldór í vandræðum
EyjanHún er athyglisverð skoðanakönnunin sem slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun – og verður varla til að hjálpa Sjálfstæðisflokknum eða Halldóri Halldórssyni sérstaklega. Þar kemur í ljós að Dagur B. Eggertsson hefur algjöra yfirburði þegar spurt er hver eigi að vera næsti borgarstjóri í Reykjavík. Hann nýtur um helmingsfylgis. Halldór Halldórsson er með Lesa meira
Viðtalið við Guðrúnu Johnsen
EyjanHér á vef Ríkisútvarpsins má finna viðtalið við Guðrúnu Johnsen hagfræðing sem var sýnt í kvöld. Í viðtalinu ræðum við ýmislegt sem kemur fram um íslenska bankahrunið í bók hennar Bringing down the Banking System – Lessons from Iceland. Smellið hér til að horfa.
Stærðarhlutföll
EyjanMenn eru stundum að bera Ríkisútvarpið okkar saman við erlenda ríkisfjölmiðla – og gera jafnvel kröfur um að hér sé allt eins. En það er gott að hafa í huga stærðarhlutföllin, það er í raun nær fyrir okkur að standa í samanburði við Færeyjar en hin Norðurlöndin – hvað þá Bretland eins og ég sá Lesa meira
Spurning Styrmis, svar Sveins Andra
EyjanStyrmir Gunnarsson spyr á Evrópuvaktinni, og það er ekki laust að votti fyrir örvæntingu, hvers vegna yngra fólk sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn? Hann vísar í nýjar skoðanakannanir og segir: Nú gæti verið ráð fyrir Valhöll að framkvæma ítarlega skoðanakönnun þar sem skýringa er leitað á fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks og fólks sem komið er Lesa meira
Ástandið, lögreglunjósnir og durtsháttur íslenskra karla
EyjanGrein Þórs Whitehed prófessors í tímaritinu Sögu hefur vakið mikla athygli. Þar fjallar hann um víðtækar persónunjósnir sem beindust gegn konum sem áttu að hafa lagt lag sitt við erlenda hermenn í stríðinu. Um þetta var fjallað í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Þetta eru býsna sláandi upplýsingar, bera vott um heimóttarskap, grimmd og mannfyrirlitningu. Þetta Lesa meira