Skrautsýningar íþróttamanna fyrr og nú
EyjanÞað er talað um Ólympíuleikana í Sochi sem leika Pútíns. En það er ekki nýtt í einræðisríkjum að íþróttir séu notaðar valdhöfum til framdráttar. Til dæmis er hægt að vísa í fyrirmyndir í rússneskri sögu. Á tíma Sovétsins, sem fóstraði Pútín, ríkti alltaf mikil hrifning á fjöldagöngum og skrautsýningum íþróttamanna undir vökulu auga valdmanna.
Lokað hagkerfi með ónýta mynt
EyjanGuðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, sendir eftirfarandi bréf vegna umræðu um lífeyrissjóði og fjárfestingar þeirra: Sæll Egill Smá athugasemd frá f.v. stjórnarmanni í lífeyrissjóði sem finnst umræðan um lífeyrissjóðina varla vera á vitrænum nótum. Spyrja má: Eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna vandamálið, eða er vandamálið lokað hagkerfi með ónýta mynt? Eru lifeyrissjóðirnir vandamálið, eða stjórnmálamenn sem fólkið Lesa meira
Flestir vilja búa í Vestur- og Miðbænum – ekki þörf á meira sérbýli
EyjanNý könnun Capacent á fasteignamarkaði rennir stoðum undir þær áherslur sem birtast í aðalskipulagi Reykjavíkur. Þar kemur í ljós að flestir myndu vilja búa í Vesturbænum eða Miðbænum í Reykjavík. Og eins og gengið hefur verið út frá er það aðallega ungt og eldra fólk sem vill vera á þessu svæði. Einnig má lesa að Lesa meira
Sérostar
EyjanHér er skemmtileg frétt um osta. Haraldur Benediktsson, alþingismaður, varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segist verða var við að kallað sé eftir „sérostum“ eins og hann orðar það. Sérostar – það er merkilegt orð. Sérostar eru þá væntanlega þeir ostar sem eru framleiddir erlendis. Við höfum þá franska sérosta, ítalska sérosta, hollenska og Lesa meira
Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í lokuðu hagkerfi – þegar partíið klárast
EyjanÞað er nöturleg mynd af íslenska efnahagslífinu sem er dregin upp í grein Þórðar Snæs Júlíussonar í Kjarnanum. Þórður lýsir því hvernig peningar dælast inn í lífeyrissjóðina, 10-12 milljarðar á mánuði, og hvernig lífeyrissjóðunum gengur að fjárfesta í lokuðu hagkerfi. Lífeyrissjóðir eru sagðir eiga 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands, Lesa meira
Furðuhugmyndir um blaðamennsku
EyjanHér koma fram alveg furðulegar skoðanir. Þarna er í rauninni verið að biðja um Prövdu. Fjölmiðil þar sem bara ein skoðun á rétt á sér. Skyldi Morgunblaðinu vera stjórnað samkvæmt þessum hugmyndum um blaðamennsku?
Ónothæf námskrá?
EyjanÉg hef stundum nefnt það furðulega plagg sem er aðalnámskrá grunnskólans sem var samþykkt 2011 og er nú verið að innleiða. Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun og fjallar um námskrána. Þetta er afar kurteislega orðuð grein, eins og hæfir skólamanni, en þó dylst engum að Hilmar hefur miklar efasemdir um Lesa meira
Lífleg umræða um hvernig er að búa á Norðurlöndunum
EyjanNokkurt uppnám varð vegna greinar Michaels Booth sem birtist í Guardian en þar hraunaði hann yfir Norðurlöndin og norræna módelið – norræna kraftaverkið eins og sumir kalla það. Vandinn við grein Booths var að í henni var lítið að finna annað en hótfyndni af því tagi sem oft einkennir bresk ferðaskrif. Það er gömul hefð Lesa meira
Tónleikaveisla í júlí – Wynton Marsalis og Neil Young
EyjanByrjun júlí verður gósentíð fyrir tónlistarunnendur. 4. júlí spilar Wynton Marsalis í Hörpu. Hann er einfaldlega eitt stærsta númerið í jazzheiminum. Tónskáld, trompetleikari, uppfræðari – margverðlaunaður. Hann kemur hingað með 16 manna hljómsveit, Jazz at Lincoln Center Orchestra. Og 6. júlí spilar Neil Young í Laugardalshöllinni ásamt sinni gömlu hljómsveit, Crazy Horse. Young er svosem ekkert Lesa meira
Lífeyrissjóðir að eignast allt
EyjanSvona fór verkalýðshreyfingin þá að því að ná völdum á Íslandi. Það er svo spurning hvernig hún fer með völdin.