Stórverkefni sem fara úr böndunum
EyjanÞetta er stórmerkileg frétt í Fréttablaðinu þar sem vitnað er í samantekt Sigurðar Jóhannessonar hagfræðings sem birtist í tímaritinu Vísbendingu. Þarna eru teknar til skoðunar nokkrar stórframkvæmdir á Íslandi, niðurstaðan er sú að þær hafa farið mikið fram úr kostnaðaráætlun. Sums staðar er prósentuhækkunin mjög há, eins og í tilviki Ráðhússins í Reykjavík – allt Lesa meira
Óvelkomin sending
EyjanMargt tiltölulega ungt fólk sem ég þekki er í öngum sínum eftir að hafa fengið blað Landsambands eldri borgara inn um lúguna hjá sér. Þetta fólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, en það telur sig eiga nokkuð í að fylla flokk eldri borgara. Þannig skrifar Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir rithöfundur á Facebook síðu sína: Lesa meira
Vinsæll Dagur, óvinsæll Halldór – en flokkar þeirra eru samt jafnir í fylgi
EyjanSkoðanakönnunin um borgarpólitíkina sem birtist í Fréttablaðinu í gær leiðir ýmislegt í ljós. Þar var bæði spurt um fylgi flokka í borginni og fylgi oddvitanna sem leiða lista flokkanna. Þar er að finna dálítið misræmi. Heil 56,5 prósent segjast vilja að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri eftir kosningarnar. Samt er fylgi flokks hans, Samfylkingarinnar, ekki nema Lesa meira
Bráðnauðsynleg verkalýðsbarátta – og Græna gangan
Eyjan1. maí göngur hafa löngum laðað til sín hópa sem berjast fyrir ýmsum málum. Ein frægasta 1. maí ganga á Íslandi var 1970 þegar Rauðsokkur héldu á stóru líkneski af konu niður Laugaveginn og með borða þar sem stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“. Feministar hafa stundum verið áberandi í þessum göngum, en eru það ekki nú. Lesa meira
Staðan í upphafi kosningamánaðar
EyjanÞað er afar hljótt um borgarstjórnarkosningarnar sem verða háðar eftir tuttugu og níu daga. Umræðan síðustu vikurnar hefur aðallega snúist um framboðsmál Framsóknarflokksins sem skipti varla miklu máli – það þarf ansi mikið til að flokkurinn nái inn svo mikið sem einum manni. Hann breytir engu um stóra samhengið í kosningunum. En allur vandræðagangurinn hefur Lesa meira
Hljómplötuspjall – en þó aðallega um hönnun umslaga
EyjanEinhver skemmtilegasta búð á Íslandi er Lucky Records sem Ingvar Geirsson rekur við Hlemmtorg – búðin var áður á Hverfisgötu en er þarna komin í stærra og betra húsnæði. Þarna er hægt að týna sér innan um gamlar hljómplötur og muni. Aðaláherslan er á að selja vínýlplötur – en ýmislegt annað er að finna í Lesa meira
Einsleitni eða fjölbreytni?
EyjanEr vit í þeirri hugmynd landbúnaðarráðherra að fækka sláturhúsum á Íslandi niður í tvö? Þannig að væntanlega yrði eitt norðanlands og eitt sunnanlands? Einhvern veginn finnst manni stangast á við hugmyndir sem nú eru uppi í matvælaframleiðslu og birtast í „beint frá býli“ og „slow food“ – þar sem er lögð áhersla á að stytta Lesa meira
Framsókn – og flugvallarvinir?
EyjanMaður sér ekki betur en að Framsókn sé að fara fram í Reykjavík með „flugvallarvinum“. Mun það þá vera yfirskrift framboðsins – Framsókn og flugvallarvinir? Segjast verður eins og er að pínu er það ankanalegt að næst stærsti stjórnmálaflokkurinn á landsvísu (samkvæmt síðustu alþingiskosningum) skuli bjóða fram með einsmálsfólki. Það lyktar dálítið af örvæntingu – Lesa meira
Raunsætt mat
EyjanEinn okkar helsti sérfræðingur í utanríkismálum, Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, skrifar grein um stöðuna í alþjóðamálum í Fréttablaðið í dag. Einar tekur mið af síðustu atburðum í Úkraínu og segir að vonandi beri aðgerðir til að hefta framrás Rússa árangur, en hvorki Evrópuríki né Bandaríkin séu tilbúin að fara í stríð vegna Úkraínu: En það Lesa meira
Game of Thrones – frábært sjónvarp
EyjanÉg hef kolfallið fyrir sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Kveikti ekkert sérstaklega á þeim í fyrstu, en hef nú horft á alla sem hafa verið sýndir. Bíð eftir þætti sem verður í kvöld. Þetta er frábært ævintýri, riddurum, skuggalegum köstulum, grimmum konungum, launráðum, svikum, morðingjum, nornum, drekum og afturgöngum – jú, það vantar heldur ekki ástir Lesa meira