fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025

Silfuregils

Tímabært hverfaskipulag

Tímabært hverfaskipulag

Eyjan
07.05.2014

Ástæða er til að vekja athygli á bloggi Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts hér á Eyjunni. Ég hef reyndar oft vitnað í hann áður, en þarna fer fram umræða um arkitektúr og skipulagsmál sem er á góðu og málefnalegu plani. Þetta eru uppbyggileg skrif – alls ekki laus við gagnrýni þegar þannig ber undir – þarna Lesa meira

Henson árið 1974

Henson árið 1974

Eyjan
06.05.2014

Nú er ljóst að Pollapönksgallar frá Henson verða tískufatnaðurinn í sumar. Pollapönkarar komu, sáu og sigruðu á sviðinu í Kaupmannahöfn. Þetta var verulega kraftmikill performans – og fínn húmor í honum. En Hensongallarnir eru ekki alveg nýir af nálinni. Ég var strákur þegar Halldór Einarsson fór að sauma Henson-fatnað í verslunarhúsnæði á Sólvallagötu 9. Þetta Lesa meira

Erlendum ríkisborgurum og innflytjendum fjölgar aftur

Erlendum ríkisborgurum og innflytjendum fjölgar aftur

Eyjan
06.05.2014

Þær eru merkilegar tölurnar sem birtust í síðustu viku um flutninga fólks til Íslands. Þar kom í ljós að síðan um mitt ár 2012 hafa 2890 fleiri útlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu. En á sama tíma hafa 810 fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu til þess. Hlutur erlendra ríkisborgara í íbúafjöldanum er Lesa meira

Jarðgasbyltingin og alþjóðapólitíkin

Jarðgasbyltingin og alþjóðapólitíkin

Eyjan
05.05.2014

Í tímaritinu Foreign Affairs er fjallað um örlagaríkar breytingar á orkumarkaðinum heiminum sem voru ekki fyrirséðar fyrir nokkrum árum. Þetta felst í stóraukinni vinnslu á jarðgasi, sérstaklega í Bandaríkjunum. Hún hefur aukist um 50 prósent á ári síðan 2007, og fullnægir nú 39 prósentum af gasþörf Bandaríkjanna. Bandaríkin undirbúa líka stórfelldan útflutning á gasi, meðal Lesa meira

Lekamálið og trúnaðurinn

Lekamálið og trúnaðurinn

Eyjan
05.05.2014

Hversu langt nær vernd heimildamanna blaðamanna? Lekamálið svokallað vekur upp spurningar um það. Rangri og meiðandi frétt er lekið úr ráðuneyti til fjölmiðla –það er eiginlega óhugsandi að þetta komi annars staðar frá. Tveir fjölmiðlar taka upp fréttina og birta hana nokkurn veginn óbreytta, gagnrýnislaust. Víðlesnasta dagblaðið, Fréttablaðið, setur fréttina meira að segja á forsíðu. Lesa meira

Samhengi hlutanna í borgarskipulagi

Samhengi hlutanna í borgarskipulagi

Eyjan
04.05.2014

Þessi mynd kemur úr drögum að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það er nú í vinnslu. Þarna birtast markmið sem eru talin æskileg við uppbyggingu og þróun hverfa – og felast aðallega í meiri nærþjónustu. Skipulagsfræðineminn og húsasmiðurinn Guðmundur Kristján Jónsson birtir myndina á bloggi sínu undir yfirskriftinni Samhengi hlutanna. Þarna birtast ýmis háleit markmið – þetta Lesa meira

Zizek: Barbarismi með mannlegri ásýnd

Zizek: Barbarismi með mannlegri ásýnd

Eyjan
04.05.2014

Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Zizek skrifar kröftuga grein í London Review of Books undir yfirskriftinni Barbarism with a Human Face og fjallar um Úkraínu og Rússland. Zizek fer víða eins og honum er lagið, en hann rekur atburðina meðal annars til uppgangs þjóðernisstefnu í Rússlandi – og segir að hún sé í anda Stalíns, en ekki Lesa meira

Snjallt heiti Viðreisn

Snjallt heiti Viðreisn

Eyjan
03.05.2014

Það er býsna glúrið hjá stofnendum nýs alþjóðasinnaðs hægri flokks að kenna sig við Viðreisn. Í hugum á hægri vængnum hefur Viðreisnarstjórnin yfir sér gyllta áru. Hún dró úr höftum sem þjakað íslenskt efnahagslíf á árunum eftir stríð og fram á sjöunda áratuginn. Hún sat frá 1959 til 1971, fyrst var Ólafur Thors forsætisráðherra, síðar Lesa meira

Undirskriftir afhentar, ESB dormar í nefnd, óskýr orð utanríkisráðherra

Undirskriftir afhentar, ESB dormar í nefnd, óskýr orð utanríkisráðherra

Eyjan
02.05.2014

Í dag voru þingmönnum afhentar undirskriftir 55 þúsund Íslendinga sem vilja ekki að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Það er spurning hvaða áhrif þetta hefur, en ríkisstjórnarflokkarnir eru varla búnir að gleyma uppnáminu sem varð þegar þingsályktunartillaga um að slíta aðildarviðræðunum var óvænt lögð fram í febrúar. Þá var allt í einu eins og fjaraði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af