Verður sett met – í dræmri þátttöku?
EyjanEftir hina áköfu pólitík eftirhrunsáranna erum við nú að upplifa skeið pólitískrar deyfðar og áhugaleysis. Þetta sést greinilega á bloggsíðum og samskiptamiðlum. En eitt situr eftir – stjórnmálamenn eru í afskaplega litlu áliti. Það er áhyggjusamlegt. Það eru að koma bæja- og sveitarstjórnarkosningar en áhuginn er svo lítill að varla sjást gárur á hinum pólitíska Lesa meira
Alveg á móti körlum í kjól og með skegg
EyjanRússneska rétttrúnaðarkirkjan fordæmdi sigur Conchitu Wurst í Evróvisjón. Talsmaður hennar sagði að hann væri til marks um hnignun og háskalega framrás vestræns gildismats. Menningin og lögin eru að færast í þessa sömu átt, sagði hann. Og ennfremur að úrslitin í Evróvisjón væri enn eitt skrefið í áttina að því að hafna kristnum gildum í Evrópu. Lesa meira
Áritað af höfundi
EyjanÞarna er hún loks, bók allra bóka, Biblían – árituð af sjálfum höfundinum. Væri ekki amalegt að ná sér í eintak.
Verkföll á tíma ójöfnuðar og ofurvalds fjármagnsaflanna
EyjanÞað er merkilegt að sjá hversu verkfallsaðgerðir vekja mikla reiði – maður sér á Facebook fólk talar jafnvel um að banna verkföll eða að verkföll séu úrelt. En er það svo? Ójöfnuður fer vaxandi í heiminum. Við sjáum dæmi frá Bandaríkjunum þar sem launafólk þarf að þiggja félagslega aðstoð – vegna þess að kaupið hrekkur Lesa meira
Munur?
EyjanBlaðamannafélagið fordæmir „aðför lögregluyfirvalda að trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna?“ Það er ég ekki viss um að allir í blaðamannastéttinni taki undir þetta. Eða er ekki einhver munur á heimildarmönnum og spunamönnum?
Mjög mikið drukkið í Rússlandi – en frekar lítið á Íslandi
EyjanHér má sjá kort frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem sýnir áfengisneyslu í heiminum, mælda í lítrum á hvern einstakling sem er orðinn meira en fimmtán ára. Þetta birtist á vef Business Insider. Eins og sjá má skera Rússar og Úkraínumenn sig úr, þeir drekka langmest. Drykkjan á Íslandi er ekki sérlega mikil, hún er undir því sem Lesa meira
Fjórflokkurinn í alls konar vandræðum
EyjanVið stöndum frammi fyrir þeirri pólitísku stöðu að allir fjórflokkarnir eru í bullandi vandræðum, hver á sinn hátt. Ef marka má skoðanakannanir er fylgi þeirra allra með minna móti – úrslit sveitarstjórnakosninga verða líklega frekar ruglingsleg. Við munum væntanlega sjá sigur Samfylkingar í Reykjvík (þó aðallega Dags B. Eggertssonar) og óhagganlega stöðu Sjálfstæðisflokks í Garðabæ, Lesa meira
Kirsuberjatrén blómgast
EyjanUm kirsuberjatré sem eru farin að blómgast hér á Íslandi á vorin yrkja þeir kvæði í Japan. Trén eru þar tákn um vorið. Því koma kirsuberjatré oft fyrir ljóðforminu sem nefnist haiku. Og reyndar hefur kirsuberjablóminn verið tákn um fleira, eins og til dæmis unga hermenn sem var fórnað í heimstyrjöldinni síðari. Haiku eða hæka Lesa meira
Verkföll breiðast út
EyjanÍ dag eru sjúkraliðar í verkfalli, á fimmtudaginn verða það grunnskólakennarar og svo fara flugmenn hjá Icelandair aftur í verkfall á föstudegi. Það er ekki hægt að segja að ríki friður á vinnumarkaði. Maður hefði reyndar haldið að reynt yrði að semja við grunnskólakennara fyrir sveitarstjórnakosningarnar 29. maí – þeir hafa boðað verkföll í þrjá Lesa meira
Pólsku mjaltakonurnar hlutu ekki náð fyrir augum dómnefnda
EyjanMisræmið milli dómnefnda og þess sem almenningur valdi í Evróvisjón er dálítið skemmtilegt. Þannig sigruðu pólsku mjólkurbústýrurnar í kosningunni meðal almennra áhorfenda í Bretlandi, en þær voru í öðru sæti á Íslandi. Hjá íslenskum áhorfendum, í símakosningunni, voru Hollendingar efstir en Austurríki var í þriðja sæti. Ein skýring gæti náttúrlega verið sú hversu margir Pólverjar Lesa meira