fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025

Silfuregils

Fallegar hliðar á Reykjavík

Fallegar hliðar á Reykjavík

Eyjan
29.05.2014

Ég hef farið víða um borgina síðustu daga og séð margt fallegt og skemmtilegt, sumt hafði ég ekki séð áður eða ekki fattað. Aðalbyggingu Háskólans sem er merkileg blanda af íslenskum bergtegundum að innan sem utan, Seljahverfið sem var að hluta til skipulagt eins og gamli bærinn, meira að segja með listamannahúsum. Fossvogshverfið sem stallast Lesa meira

Allt bendir til þess að Björt framtíð verði sigurvegari kosninganna

Allt bendir til þess að Björt framtíð verði sigurvegari kosninganna

Eyjan
29.05.2014

Í frétt á Eyjunni þar sem lagt er út af skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir að Björt framtíð bíði afhroð í Reykjavík. Ekki er svo víst að þetta sé rétt. Björt framtíð er ekki Besti flokkurinn – heldur stjórnmálaflokkur sem hefur fulltrúa á Alþingi og býður fram út um allt land. Besti Lesa meira

Moskumálið og átökin innan Sjálfstæðisflokksins

Moskumálið og átökin innan Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
29.05.2014

Það er athyglisvert að lesa að moska hafi alltaf átt að vera kosningamál hjá Framsóknarflokknum. Þetta segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem um tíma var í öðru sæti á lista flokksins í grein í Kvennablaðinu. Guðrún segir að hún hafi mætt útilokun þegar hún sýndi moskutalinu lítinn áhuga. Nú lýsir Samband ungra Framsóknarmanna yfir fullkomnu vantrausti Lesa meira

Öll bankaútibú loka í Miðbænum – nema Landsbankinn

Öll bankaútibú loka í Miðbænum – nema Landsbankinn

Eyjan
28.05.2014

Kona sem ég þekki fékk bréf frá Arion banka. Þar var sagt að þjónusta bankans stefndi nú í að verða ennþá betri. Þetta felst í því að loka útibúi bankans í Austurstræti, það er bætt þjónusta. Og reyndar verður líka lokað við Hlemm. Útibúið í Austurstræti er í hinu gamla húsi Búnaðarbankans. Bankinn starfaði þar Lesa meira

Sögur úr kvótakerfinu

Sögur úr kvótakerfinu

Eyjan
27.05.2014

Í dag er tilkynnt um uppbyggingu Frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Það er gott og blessað, en dálítið virkar það eins og að setja á plástur þegar fóturinn er farinn af. Því ætlunin er að flytja allan kvóta frá Djúpavogi – þótt einhver smá frestun sé orðin þar á. Eins hefur þetta verið í byggðarlögum víða um Lesa meira

Eins og hafi verið skotið upp fána – uppspretta óvinafagnaðar.

Eins og hafi verið skotið upp fána – uppspretta óvinafagnaðar.

Eyjan
27.05.2014

Það eru nokkrir hlutir á Íslandi sem ég hef getað montað mig af við útlendinga. Ég er ekki að tala um náttúruna, bókmenntirnar eða blómlegt menningarlíf. Heldur að við erum um það bil friðsamasta þjóð í heimi, höfum engan her. Við getum líka verið umburðarlynd og frjálslynd eins og sést til dæmis á hinni árlegu Lesa meira

Evrópuþingið, hófsamir hægrimenn og kratar stærstir

Evrópuþingið, hófsamir hægrimenn og kratar stærstir

Eyjan
27.05.2014

Á Evrópublogginu birtist ágætt yfirlit um úrslit Evrópuþingskosninganna. Þau sýna að þrátt fyrir framrás öfgasinnaðra flokka til hægri eru flokkar sem eru trúir lýðræði, frelsi og mannréttindum enn með yfirburðastöðu á Evrópuþinginu, Stærsti þinghópurinn er EPP, þar sem er að finna Kristilega demókrata og fleiri hægrimenn. Hann hefur 214 þingsæti. Næst stærsti hópurinn eru sósíaldemókratar Lesa meira

Frá Reykjavíkurbruna og upp í Breiðholt

Frá Reykjavíkurbruna og upp í Breiðholt

Eyjan
26.05.2014

Ég er dálítið upptekinn þessa dagana. Við Pétur H. Ármannsson erum að gera þætti um byggingasögu Reykjavíkur á 20. öld – jú, við förum líka aðeins út fyrir borgina þegar það á við. Fyrsti þátturinn byrjar í Reykjavíkurbrunanum mikla 1915, þegar timburstórhýsi í bænum brunnu til kaldra kola, við höldum svo áfram í gegnum valin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af