Sama fólkið?
EyjanGrein eftir Brynjar Níelsson er dreift á Facebook. Þetta er undarleg samsuða, en þetta fær sín „like“ – til dæmis frá séra Hjálmari Jónssyni, presti í Dómkirkjunni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þetta á greinilega að vera hábeitt lógík hjá Brynjari, en er það ekki. Hann segir að „sama fólkið“ hafi gagnrýnt Framsóknarflokkinn fyrir að Lesa meira
Fer sínar eigin leiðir
EyjanÉg hitti Jón Gnarr vestur á Ásvallagötu í dag. Hann var að labba með hundinn sinn í mildri vorrigningu. Ég tók í höndina á Jóni og þakkaði honum framlag sitt til stjórnmálanna. Jón kveður með reisn. Þvert á það sem er haldið fram í beiskjublöndnum skrifum hefði hann getað haldið áfram – og unnið sigur Lesa meira
Það stafar engin ógn af „pólitískum rétttrúnaði“
EyjanÉg hef verið dálítið hugsi yfir frasanum „pólitískur rétttrúnaður“ sem menn dreifa nú um sig. Sjálfur er ég ekki saklaus af því að hafa notað þetta hugtak í gegnum tíðina. Og vissulega getur pólitískur rétttrúnaður verið dálítið afkáralegur þegar menn fara til dæmis að endurskoða gamlar bækur eða vilja ritskoða skopmyndir. Umræðan um pólitískan rétttrúnað er Lesa meira
Sigmundur ekki á móti moskubyggingu
EyjanSigurjón Magnús Egilsson átti þetta samtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Sprengisandi í morgun, Fyrst var hann spurður hvernig hann skýrði fylgisaukningu Framsóknarflokksins: „Þær hafa lagt á sig mikla vinnu og hafa vakið mikla athygli. Þó eitt mál hafi verið mest áberandi í umræðunni þá hjálpaði þeim að hafa líka verið með sterkan ,málefnagrunn Lesa meira
Myndun meirihluta í borginni virðist fremur einföld – en Halldór og Dagur starfa saman í SÍS
EyjanSóley Tómasdóttir útilokar samstarf við Framsóknarflokkinn í borgarstjórn. Samfylkingin og Björt framtíð eru varla að fara að starfa með Framsókn heldur. Á Sprengisandi í morgun kom upp úr dúrnum að Halldór Halldórsson og Dagur B. Eggertsson væru formaður og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar ættu þeir gott samstarf. Eitt einkenni síðustu borgarstjórnar var að borgarfulltrúar Lesa meira
Hin hræðilega lélega kjörsókn, ekki sérlega skýrar stórar línur, VG og Píratar í oddaaðstöðu í Reykjavík
EyjanKosningaúrslitin í nótt eru ekkert sérlega ótvíræð. Talning í Reykjavík er sérkapítúli. Það er merkilegt hvernig er hægt að telja svona illa – þannig að tölur eru að sveiflast stórkostlega til og frá eftir því sem þær birtast og úrslit liggja ekki fyrir fyrr en seint og um síðir. Stóru fréttirnar eru afar léleg kjörsókn. Lesa meira
Vandinn við að gera góða skopmynd
EyjanEftir nokkuð langa starfsævi á fjölmiðlum þykist ég vita hversu góðir skopmyndateiknarar eru fágætir. Hér voru uppi nokkrir góðir skopmyndateiknarar á tíma Spegilsins gamla, Tryggvi Magnússon var þeirra frægastur – myndir þeirra þykja nokkuð fornfálegar núorðið. Sigmund sem teiknaði um árabil í Moggann hafði ákveðna sérstöðu, þó ekki nema vegna þess að alþjóð sá myndirnar Lesa meira
Borgir sem breyta um svip
EyjanÞað komst einver einkennilegur kvittur á kreik um að stæði til að þengja Gullinbrú í Grafarvogi, þá miklu samgönguæð. Eftir því sem næst verður komist á þetta ekki við nein rök að styðjast. Það er hjólastígur undir Gullinbrú. Best væri auðvitað að koma á betri vegtengingum milli Grafarvogs og bæjarins. Sundabraut myndi gera það. En Lesa meira
Aldrei lengra en tvennum kosningum frá fasisma
EyjanGreinin sem Pawel Bartoszek birti í Fréttablaðinu í dag nær því að vera instant klassík. Þetta eru einhver flottustu pólitísku skrif sem hafa sést á Íslandi. Pawel hefur þann merkilega bakgrunn að hafa alist upp í Póllandi á tíma kommúnisma og herstjórnar. Það var Jaruselski hershöfðingi sem ríkti í æsku hans. Hann hefur sýn á Lesa meira
Útspil Framsóknar skapar gjá innan Sjálfstæðisflokksins
EyjanMoskuútspil Framsóknarflokksins er að hafa ýmisleg áhrif. Vera má að hér séu pólitísk stórtíðindi. Það er ekki síst merkilegt að sjá hvernig spilast úr þessu innan Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur virkar ósamstæðari með hverjum deginum sem líður. Pawel Bartozsek skrifar magnaða grein í Fréttablaðið í morgun. Hún nefnist Fallið á gæskuprófinu: Það kosningaloforð að fólk ætti Lesa meira