Frá Patró í Saurbæinn
EyjanÞað er gaman að ferðast um Ísland – og ólíkt því sem sumir virðast halda hef ég gert heilmikið af því. Við ókum í efnisöflunarferð fyrir Kiljuna vestur á Patreksfjörð í gær. Það var ausandi rigning mestalla leiðina, en stytti sem betur fer upp þegar við komum á áfangastað. Við tókum upp efni á Patreksfirði, Lesa meira
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á, Framsókn tapar
EyjanTvær skoðanakannanir í röð benda til þess að hagur Sjálfstæðisflokksins sé að vænkast. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann með 28 prósenta fylgi, en í könnun Fréttablaðsins fær hann 30,7 prósent. Framsókn 11,8 hjá Gallup en 11,7 prósent hjá Fréttablaðinu. Fylgi hans stefnir í að verða þrefalt minna en Sjálfstæðisflokksins. Hann er næst minnsti flokkurinn í Lesa meira
Kammó við páfann
EyjanÞetta er eiginlega alveg stórkostleg mynd, íslenskur knattspyrnumaður fer og hittir páfann – og hann heldur utan um hann eins og þeir séu aldavinir. Eða eins og þeir séu að stilla sér upp fyrir instagram. Einu sinni beygðu menn sig fyrir páfum og kysstu hring þeirra. Nú er greinilega runnin upp önnur tíð. Þetta bendir Lesa meira
Á Rauðasandi
EyjanÞessi mynd er tekin nú undir kvöld á Rauðasandi, einum magnaðasta stað á Íslandi, á gönguleiðinni út að Sjöundá og Skor. Við komum þangað í upptökuferð fyrir Kiljuna. Það ringdi alla leiðina úr bænum og þangað til við komum yfir Kleifaheiði. Þá stytti upp. Það er ekki gott að búa til sjónvarp í rigningu.
Hin tvöfalda innrás í Pólland
EyjanÍ dag eru 75 ár liðin frá upphafi seinni heimstyrjaldarinnar – innrás Þjóðverja í Pólland. Hún var 1. september 1939. Minna má á að hún var gerð undir því yfirskini að Þjóðverjar væru að koma til aðstoðar þýskættuðu fólki innan pólsku landamæranna sem væri hrakið og smáð. Og líka má minna á að annar her Lesa meira
Sjoppukallarnir og Helgarpósturinn – hver vill taka við af Reyni?
EyjanÞegar ég var ungur blaðamaður vann ég á Helgarpóstinum. Núorðið er ljómi yfir nafni þess blaðs – og það er ekki skrítið. Þarna voru fetaðar nýjar slóðir í íslenskri blaðamennsku á tíma þegar öll blöðin voru undir hæl stjórnmálaflokka. Þarna var stunduð rannsóknarblaðamennska, flett ofan af spillingu, efnistökin voru fersk, í blaðið skrifuðu margir frábærir Lesa meira
Léleg lestrarkunnátta – hvað er til ráða?
EyjanÉg ætla að taka mér það bessaleyfi að birta í heild sinni grein eftir Sölva Sveinsson, skólamann og fræðimann, sem er prentuð í Morgunblaðinu í dag. Sölvi var gestur hjá mér í Viðtalinu á RÚV í vetur, en í þessari grein fjallar hann um lélega lestrarkunnáttu og orsakir þess að henni hrakar: PISA-rannsóknin tekur til Lesa meira
Hvimleiðir boðsmiðar
EyjanÉg hef þekkt fólk sem leggur ofboðslega mikið á sig fyrir boðsmiða. Finnst jafnvel hálfgerð óvirðing að þurfa að borga sig inn á viðburði. Ég man eftir fólki sem mætir jafnvel þótt það sé án boðsmiða og ætlast til þess að fá inngöngu – í krafti einhverrar frægðar, raunverulegrar eða ímyndaðar. Boðsmiðar geta semsagt hálfpartinn Lesa meira
Bardagafúsir Vestfirðingar
EyjanÞað hefur lengi verið haft á orði að Vestfirðingar séu miklir deilumenn. Eitt sinn var ég staddur í Borgarfirði, þaðan sem ég er sprottinn í tvær ættir, og ræddi við konu sem þangað hafði flutt af Vestfjörðum. Hún sagði að sér leiddist dálítið í Borgarfirði, fólk þar væri værukært og átakafælið. Öðru gegndi um Vestfirðinga. Lesa meira
Vesturfarar, 2. þáttur
EyjanVesturfarar, 2. þáttur, verða á dagskrá RÚV á sunnudagskvöldið. Í þessum þætti erum við komin til Vesturheims. Við byrjum ferð okkar í Gimli, í höfuðstað Nýja Íslands. Kynnumst sögus staðarins, fólkinu sem þangað flutti – og staðnum eins og hann er í nútímanum. Meðal viðmælenda er Óli Narfason, bóndi á Víðivöllum. Hann er með skemmtilegustu Lesa meira