Svört forsíða
EyjanÞetta er töff forsíða – en fjallar um alvörumál. Þetta er sænska dagblaðið Expressen og segir: Í gær kusu 781120 Svíar hægriöfgaflokk.
Hvert er umhugsunarefnið?
EyjanÞað er að sönnu rétt að vinstri menn unnu engan sigur í Svíþjóð í gær, þótt líklega verði þeir næstir til að stjórna landinu. Það sem gerðist var að fylgi færðist frá hófsömum hægriflokki, Moderaterna, yfir á hægriöfgaflokk, Svíþjóðardemókratana. Það eru uggvænleg tíðindi – og margir Svíar eru í sjokki í dag. Moderaterna, Hófsama flokknum, Lesa meira
Sandy Bar – höfuðkvæði Nýja Íslands
EyjanÍ fjórða þætti Vesturfara var fjallað um kvæðið Sandy Bar eftir Guttorm J. Guttormsson. Við heyrðum meðal annars höfundinn flytja brot úr því. Þetta er réttnefnd höfuðkvæði Nýja Íslands. Eins og kom fram í þættinum var Guttormur, sem var allt sitt líf bóndi, hámenntaður maður, þótt hann gengi einungis þrjú ár í barnaskóla. Á Sandy Lesa meira
Vesturfarar í kvöld
EyjanHér er mynd úr Vesturförum í kvöld. Þátturinn er á Rúv klukkan 20.10. Myndin er tekin í Árborg við Winnipegvatn. Þarna eru David Gislason, skáld og bóndi, og Bragi Simundsson. Þeir kveða saman í þættinum Lækjarvísur eftir Gísla Ólafsson. Þátturinn fjallar annars að miklu leyti um skáldskapinn og bókmenntirnar á Nýja Íslandi.
Lítið fútt í sænskum leiðtogaumræðum – sem er kannski bara gott
EyjanÍ dag eru þingkosningar í Svíþjóð og er búist við því að vinstri menn komist til valda, hægri flokkarnir hafa verið við völd síðan 2006. Það er lengsta tímabil hægri stjórnar í Svíþjóð frá því snemma á síðustu öld. Í gær mættust í kappræðum í sjónvarpi Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra, leiðtogi Moderata samlingspartiet, og forsætisráðherraefnið Stefan Lesa meira
Enginn áhugi á stjórnarskrárbreytingum, segir Sigurður
EyjanÉg hef áður sagt að það hafi verið nokkurs konar fokkmerki til þeirra sem vilja breytingar á stjórnarskránni að gera Sigurð Líndal að formanni stjórnarskrárnefndar. Því Sigurður hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni – og hann hefur líka tönnlast á því að ekki sé til neitt sem heitir Lesa meira
Joe Sample 1939-2014
EyjanHljómborðsleikarinn Joe Sample andaðist í gær. Hann var fæddur 1939 og var forsprakki hljómsveitarinnar Crusaders sem upprunalega hét The Jazz Crusaders. Hljómsveitin starfaði frá 1971 – og átti mörg frábær lög. Hér er eitt hið þekktasta, Streetlife, Joe Sample er annar höfundur þess en söngkonan er hin frábæra Randy Crawford sem Eyþór Gunnarsson spilaði eitt Lesa meira
Saga af ljósmynd úr fórum Nelsons Gerrard
EyjanÍ þriðja þætti Vesturfaranna var í stóru hlutverki Nelson Gerrard, sagnfræðingur- og skjalavörður á Nýja-Íslandi. Við skoðuðum safn hans á Eyrarbakka við Winnipegvatn, bækur, ljósmyndir, skjöl og ýmsa gripi. Nú er komin fram smá viðbót við þessa sögu. Kona sem sá þáttinn bar kennsl á fólk sem var þar á mynd. Hún má teljast glögg, Lesa meira
450 milljónir – í höfuðstöðvar Nató?
EyjanEf örríkið Ísland borgar 450 milljónir í nýjar höfuðstöðvar Nató, hvað kosta þær þá í heildina? Sjá frumvarp að fjárlögum.
Matarskattur og popúlismi
EyjanÉg verð að viðurkenna að mér er lífsins ómögulegt að hafa skoðun á því sem er kallað „matarskattur“. Ég man fyrst eftir þessu hugtaki í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þá tókst að búa til slíkt fjaðrafok kringum „matarskatt“ að enn loðir við nafn Jóns Baldvins. En „matarskattur“ er auðvitað ekki annað en virðisaukaskattur á matvæli. Lesa meira