fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025

Silfuregils

Smáþjóðir, þjóðabrot og ESB

Smáþjóðir, þjóðabrot og ESB

Eyjan
18.09.2014

Einhver þrálátasti misskilningurinn í Evrópuumræðunni á Íslandi er að ESB-aðild myndi ógna þjóðerni okkar Íslendinga. Við sjáum í sjálfstæðiskosningunum í Skotlandi að þar eru uppi allt önnur viðhorf. Sjálfstætt Skotland myndi halda áfram í Evrópusambandinu, engum dettur annað í hug í reyndinni. Evrópusambandið hefur nefnilega aukið áhrif minni þjóða og þjóðarbrota, þar eru skýr dæmi Lesa meira

Er já-ið innantómt?

Er já-ið innantómt?

Eyjan
18.09.2014

Ólíkt flestum sem ég heyri í hér á Íslandi er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir sjálfstæði Skotlands. Mér finnst balkanísering Evrópu ekkert sérlega góð hugmynd, það að álfan broti upp í smáríki. Ef Skotland yrði sjálfstætt – skoðanakannanir segja reyndar að það sé ólíklegt – yrði það til dæmis lyftistöng fyrir Katalóna. Í Katalóníu er Lesa meira

Sjónvarpið og íslenskan

Sjónvarpið og íslenskan

Eyjan
17.09.2014

Þingkonur úr Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki leggja fram frumvarp um að allt myndefni sem sýnt er í sjónvarpi skuli textað á íslensku. Þetta mun vera í annað skipti að þetta frumvarp er lagt fram. Þetta væri í sjálfu sér besta mál – tilgangurinn er að heyrnarlausir og heyrnarskertir geti notið alls sjónvarpsefnis. Staðreyndin er Lesa meira

Fjöldamorð í Miðjarðarhafi

Fjöldamorð í Miðjarðarhafi

Eyjan
17.09.2014

Ef fréttir eru réttar fórust 500 manns þegar skipi var sökkt í Miðjarðarhafi fyrr í þessum mánuði. Það var á leið frá Egyptalandi til Möltu. Þetta hefur ekki verið mikið í fréttum, en svo virðist vera að glæpamenn sem stunda smygl á fólki hafi viljandi sökkt bátnum. Þetta er semsagt ekki bara sjóslys, heldur fjöldamorð. Lesa meira

Furðulegar vendingar í lekamálinu – Viðskiptablaðið bendir á ráðuneytisstjórann

Furðulegar vendingar í lekamálinu – Viðskiptablaðið bendir á ráðuneytisstjórann

Eyjan
17.09.2014

Viðskiptablaðið hefur verið fjölmiðla duglegast við að halda uppi vörnum fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu. Það má líka rifja upp að þegar átökin urðu í Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar í fyrra var það Viðskiptablaðið sem birti könnun sem sýndi að Hanna Birna myndi fremur höfða til kjósenda en Bjarni Benediktsson. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Lesa meira

Vaskur á mat, en ekki laxveiði

Vaskur á mat, en ekki laxveiði

Eyjan
16.09.2014

Af Facebook-síðu Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins: Veltan í seldum laxveiðileyfum í fyrra nam um 20 milljörðum króna. Virðisaukaskattur er enginn og ekki stendur til að breyta því samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta er eins ein af fjölmörgum undanþágum í hripleku kerfi. Á sama tíma stendur til að hækka virðisaukaskatt á matvöru. Svona er Ísland í dag.

Bréf til Brands – íslensk klassík

Bréf til Brands – íslensk klassík

Eyjan
16.09.2014

Ég fullyrði í Vestufaraþáttunum að Bréf til Brands eftir Harald Bessason sé með skemmtilegustu bókum á íslensku. Það er stór staðhæfing, en sönn. Haraldur var lengi prófessor í íslenskum fræðum við Háskólann í Manitoba. Kom þangað fyrst 1956 og var í 31 ár vestra. Hann þekkti því tvenna tíma á Nýja Íslandi. Haraldur skrifar bókina Lesa meira

Stórhýsið við Hlemm

Stórhýsið við Hlemm

Eyjan
16.09.2014

Facebook vinkona mín setti þessa mynd af Hlemmtorgi á vefinn, mér sýnist hún vera tekin nálægt 1970. Þarna er biðstöðin á Hlemmi ekki risin og hið nokkuð einkennilega stórhýsi sem gnæfir yfir torgið nýtur sín ágætlega. Húsið telst vera Laugavegur 105 og er elsti hluti þess frá 1926, teiknaður af Einari Erlendssyni, sem síðar varð Lesa meira

Ekki smekklegt

Ekki smekklegt

Eyjan
15.09.2014

Gestur Jónsson hefur í meira en áratug verið lögmaður auðmanna sem hafa efni á að kaupa sér bestu lögfræðiþjónustu sem hugsanleg er. Sumir hafa líka getað keypt sér fjölmiðla til að hafa áhrif á almenningsálitið. Það hafði ekki lítið að segja í Baugsmálinu. Nú er Gestur enn að verja auðmenn sem eru sakaðir margvíslega hvítflibbaglæpi. Lesa meira

Reynt var að útiloka kommúnista frá ríkisstjórnum, hví ekki hægriöfgamenn?

Reynt var að útiloka kommúnista frá ríkisstjórnum, hví ekki hægriöfgamenn?

Eyjan
15.09.2014

Björn Bjarnason skrifar grein á Evrópuvaktina þar um kosningarnar í Svíþjóð. Hann vitnar í dönsku stjórnmálakonuna Piu Kjærsgaard – sem kvartar undan því að stjórnmálaflokkar í Svíþjóð ætli að hafa úrslit kosninganna að engu með því að útiloka Svíþjóðardemókrata frá stjórnarþátttöku. Þar sé verið að halda næstum „áttunda hverjum kosningabærum Svía utan dyra“. Björn Bjarnason Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af