Inngróið einokunarhugarfar
EyjanÚrskurður Samkeppnisstofnunar sýnir hvað Mjólkursamsalan er tilbúið að leggja á sig til að drepa allt sem kallast getur samkeppni. Þó það sé í rauninni engin samkeppni – Kú og Mjólka (áður en hún komst í hendur Kaupfélags Skagfirðinga) voru og eru smáfyrirtæki miðað við veldi Mjólkursamsölunnar. Sekt Mjólkursamsölunnar er upp á 370 milljónir króna. Þarna Lesa meira
Fimmti þátturinn kominn á vefinn
EyjanHér er fimmti þáttur Vesturfara sem var sýndur í gærkvöldi. Þarna förum við meðal annars til Heklueyju í Winnipegvatni sem var afskekktasti hluti Nýja Íslands. Þar er mikil náttúruparadís, en þó voru kjörin erfið eins og heyra má í kvæði sem er flutt í þættinum en þar eru þessar línur. Þitt úldna vatn og willow/á Lesa meira
Að ógilda kosningar
EyjanHæstiréttur gaf tóninn þegar hann ógilti kosningarnar til stjórnlagaþings út af algjörum tittlingaskít. Reynir Axelsson stærðfræðingur tætti ákvörðun Hæstaréttar í sig á eftirminnilegan hátt. En nú er fordæmið komið – rétturinn telur sig geta ógilt kosningar út af smámunum sem hafa engin áhrif á niðurstöður þeirra og geta vart talist annað en smávægilegir annmarkar á Lesa meira
Afmælisbarnið Sigurveig
EyjanSigurveig kona mín á afmæli í dag. Hún er afskaplega vinnusöm, mér skilst hún ætli að leggja gjörva hönd á bókhald í í dag. Hún er betri helmingur minn, enda er hún klárari en ég og hefur meira ímyndunarafl. Og hún er líka skapmeiri en ég. Hún er hrædd við flest skordýr, aðallega köngulær, ég Lesa meira
Óralöng biðröð eftir iPhone
EyjanThere is a sucker born every minute Þetta á bandarískur kaupsýslumaður að hafa sagt þegar hann var spurður hvers vegna varan hans væri svona vinsæl. Líklega má heimfæra þetta upp á tölvufyrirtækið Apple. Fyrir ári kynnti fyrirtækið símana iPhone 5s og 5c og þá varð uppi fótur og fit. Þeir voru aðeins öðruvísi en iPhone Lesa meira
Nei, þetta er ekki heimstyrjöld
EyjanStundum geta menn talað frjálslega, líka þótt þeir séu Franz páfi, Styrmir Gunnarsson eða Hans Rosling. Allir þessir menn hafa orðað það með einum eða öðrum hætti að þriðja heimsstyrjöldin sé á einhvern hátt byrjuð. Það er, eins og ég segi, mjög frjálslegt. Við erum að lifa tíma þegar er ófriðlegt í Miðausturlöndum, það er Lesa meira
Hæfileikalausi hipsterinn – líka í Reykjavík
EyjanRithöfundurinn Will Self skrifar um það sem hann kallar „hæfileikalausa hipsterinn“ í New Statesman. Hann segir að við séum að lifa tíma þessarar manngerðar – átrúnaðar á hana – og þess sem hún telur vera „list“. Greinin er skrifuð í stíl nokkuð önugs manns á sextugsaldri. Hann veltir fyrir sér allri þeirri „heilalausu sýndarmennsku sem Lesa meira
Ógild kosning um sjálfstæði Skotlands?
EyjanKosningin um sjálfstæði Skotlands var líklega ógild. Ef Hæstiréttur Íslands fengi að fjalla um málið yrði nær örugglega úrskurðað að svo væri. Rússar sem fylgdust með kosningunni segja að talningin hafi fram í einhvers konar skemmu sem var alltof stór, engin leið hafi verið að hafa yfirsýn, og að öll framkvæmdin hafi verið meingölluð. Menn Lesa meira
Vesturfarar 4. þáttur – Árborg og Hekla
EyjanÍ fimmta þætti Vesturfaranna förum við um byggðarlögin Árborg og Heklueyju. Þátturinn er á dagskrá Rúv á sunnudagskvöld klukkan 20.10. Í Árborg fáum við meðal annars að heyra af konu sem saknaði Skagafjarðar svo mjög að útbúin var handa henni sérstök Drangey til að horfa á. En á Heklueyju, sem er stærsta eyjan í Winnipegvatni, Lesa meira
Þegar miðasalan var á Lækjartorgi
EyjanÞessi auglýsing úr Vísi er frá 1962. Þá voru landsleikir vinsælir eins og nú, en miðar á þá voru seldir í þartilgerðu tjaldi sem var sett upp við suðurvegg Útvegsbankans á Lækjartorgi. Þetta þótti gefast vel. Oft voru raðir við miðasölutjaldið, en það spjölluðu menn um fótbolta og fleira – var glatt á hjalla. Nú er Lesa meira