Hverfisbúðum vex fiskur um hrygg
EyjanVíða má lesa að verslun í Evrópu að færast frá stórum súpermörkuðum á útjöðrum og yfir í minni búðir í hverfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma og nú er mestur vöxtur í búðum sem líkjast til dæmis Melabúðinni – sem eru hæfilega stórar en hafa nokkuð fjölbreytt úrval. Hlutdeild Lesa meira
Hin tvöfalda vernd Mjólkursamsölunnar
EyjanVinstri græn voru á móti því þegar þau voru í ríkisstjórn að breyta lögum um Mjólkursamsöluna. Flokkurinn er enn við sama heygarðshornið – Steingrímur J. Sigfússon sagði í útvarpsviðtali í morgun að ekki væri einfalt að breyta lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins. Það hljómar frekar eins og fyrirsláttur. Eins og hefur verið bent á undanþága Mjólkursamsölunnar keyrð í Lesa meira
Fávitalegt Isis
EyjanÞað er mikið áhyggjuefni ef ungt fólk frá Evrópu fer til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs við Isis-hreyfinguna svokölluðu. Uppi eru miklar vangaveltur um hvað eigi að gera við þetta fólk þegar það snýr heim. Á Vesturlöndum er réttarríki – það er ekki hægt að stinga því beint í steininn og fleygja Lesa meira
Aukin verðmætasköpun
EyjanÍsland er láglaunaland og heilsu- og velferðarþjónusta er að molna niður. Þetta er staðreynd sem blasir við öllum, hvar í flokki sem þeir eru. Við stöndumst ekki samanburð við nágrannaþjóðir. Við verðum lengi að bíta úr nálinni með efnahagshrunið 2008, það er svo langt í frá að við séum búin að jafna okkur á því. Lesa meira
Ísland er ekkert að fara að springa í tætlur
Eyjan„Ísland er ekkert að fara að springa í tætlur…“ Þetta sagði Ármann Höskuldsson jarðfræðingur í Morgunútgáfunni nú áðan. Það er gott að vita það. Ármann hefur verið frekar yfirlýsingaglaður varðandi eldsumbrotin eystra meðan Magnús Tumi Guðmundsson hefur verið varkárari í orðum. Ég verð að viðurkenna að það hafa komið dagar sem ég hef verið með Lesa meira
Fangar kerfanna
EyjanÉg hef oft nefnt það að við Íslendingar erum gjarnir á að búa okkur til kerfi sem vaxa okkur yfir höfuð – og við eigum svo í mestu vandræðum með að hnika. Það getur verið vegna hagsmuna, tregðulögmála – og jafnvel stjórnmála sem einkennast fremur af skammsýnu þrasi en heilbrigðri skynsemi. Svona virðist þetta vera Lesa meira
Haust í Vesturbænum
EyjanÉg gef mig ekki út fyrir að vera mikinn ljósmyndara. Og ég nota bara símann til að taka myndir. En birtan þegar fór að rökkva í gær var einstaklega falleg. Hér eru þrjár myndir úr gönguferð í Vesturbænum. Mosavaxinn veggur við Ásvallagötu 6. Hvað ætli taki langan tíma fyrir svo mikinn mosa að vaxa? Lesa meira
Útgáfubækurnar 1972
EyjanHún er skemmtileg þessi ljósmynd sem má sjá í glugga bókabúðar Máls & menningar við Laugaveg. Sú Mál & menning sem þar er nú er ekki alveg sama og var þá, því á árunum sem myndin var tekin starfaði bókabúðin í tengslum við samnefnt bókaforlag. Þarna sjást afgreiðslukonurnar Anna Einarsdóttir og Ester Benediktsdóttir, sem lengi Lesa meira
Raggi Bjarna og platan sem hann gaf mér
EyjanRaggi Bjarna og Leonard Cohen eru jafnaldrar. Það er reyndar Sophia Loren líka. Þau eru öll áttræð þessa dagana. Raggi og Cohen virka dálítið eins og þeir séu hvor af sinni kynslóðinni. En Raggi byrjaði reyndar svo ungur, meðan Cohen var enn að leita að sjálfum sér og reyna fyrir sér sem rithöfundur. Raggi er Lesa meira
Hin bjarta framtíð Íslands – eða er það?
EyjanÞarna er áhugaverður fundur undir yfirskriftinni Iceland’s Bright Future, haldinn í London, og nú vonar maður að enginn fái ofbirtu í augun þegar hann heyrir um framtíð Íslands, full fjármagnað lífeyrissjóðskerfi, best fjármögnuðu banka í Evrópu og nýtt skeið sjálfbærrar þróunar. Reyndar verður að taka fram að á eftir því er bætt litlu: „Eða er Lesa meira