Líklegast mest fullnægjandi Instagram-síða til þessa
Sjónlistamaðurinn Adam Hillman er með fagurfræði á heilanum. Hann býr til svo ótrúlega fullnægjandi litrík mynstur úr hlutum eins og litum, mat, LEGO og nammi, sem hann deilir á Instagram. „Ég er alltaf að hugsa um mögulegar hugmyndir, bestu myndirnar eru þær sem ég skapa á lífrænan hátt. Það tekur að meðaltali um tvo klukkutíma Lesa meira
Lindex opnar sérhæfða undirfataverslun á Laugaveginum
Í dag hefjast framkvæmdir við fyrstu verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verður gerð skil með einstökum hætti. Þrátt fyrir að hafa starfað á Íslandi í hartnær 6 ár hefur fyrirtækið ekki haslað sér völl í miðbænum, þar til nú. Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í Lesa meira
Fallegt landslag og rass? Já takk!
Að sýna rassinn þegar maður er á fallegum stað er greinilega nýjasta æðið á Instagram. Instagram-síðan Cheeky Exploits byrjaði þetta skemmtilega trend og deilir reglulega myndum af þátttakendum um allan heim. Hérna er fínasta safn af rössum í fallegu landslagi til að byrja daginn! Svo er spurning hver byrjaði á þessu trendi á samfélagsmiðlum! Pétur Lesa meira
Marmaravarir eru nýjasta Instagram trendið og við erum að elska það
Marmari er eitt af heitustu trendunum þessa dagana. Símahulstur, borð, hillur og neglur eru meðal þess sem er vinsælt að eiga í marmarastíl. Nú er búið að taka marmaratrendið á næsta stig og við erum að elska það. Marmaravarir eru nýjasta Instagram æðið og er blandað hinum ýmsu litum til að ná fram fallegri marmara Lesa meira
Listamaður „photoshoppar“ Disney persónur inn á myndir af fræga fólkinu
Andhika Muksin er listamaður frá Jakarta sem býr til nútímalegar ævintýrasögur með því að „photoshoppa“ Disney persónur inn á myndir af raunverulegum aðstæðum, oftast af frægu fólki eða atriðum úr bíómyndum. Andhika er með Facebook og Instagram síðu. Hefur þú einhvern tíma séð Pochahontas á Coachella, Þyrnirós hlaupa í gegnum flugvöll eða vondu stjúpmæðurnar sitja Lesa meira
Myndirnar af þessum bestu vinum eru aðeins of krúttlegar
Paddington og Butler hafa verið bestu vinir frá fyrsta degi. Paddington er hundur af tegundinni shar pei og kötturinn Butler kom óvænt inn í líf fjölskyldunnar í byrjun 2014. Butler var of ungur til að vera frá móður sinni og dróst að Paddington og umhyggjunni sem hann fékk frá honum. Samband þeirra er einstakt og Lesa meira
Sex bræður voru lagðir í einelti á meðan þeir söfnuðu hári fyrir krabbameinsveik börn
Phoebe Kannisto á sex drengi sem eru jafn fallegir að innan og þeir eru að utan. Drengirnir sex, Andre tíu ára, eineggja tvíburarnir Silas og Emerson, og fimm ára þríburarnir Herbie, Reed og Dexter, ákváðu allir að safna hári og gefa það síðan til góðgerðamála sem búa til hárkollur fyrir krabbameinsveik börn. Á mánudaginn var Lesa meira
Ravioli með sætkartöflufyllingu
Uppskriftir mæðgnanna slá alltaf í gegn og þessi er engin undantekning. Þær deildu gómsætri uppskrift að heimagerðu ravioli með sætkartöflufyllingu og steiktum sveppum, hesilhnetum og ólífuolíu, algjör himnasæla! Þessi réttur er í sérstöku uppáhaldi hjá mæðgunum og fengum við leyfi til að deila færslunni hér með lesendum okkar. Njótið! Heimagert pasta hljómar kannski eins og frekar mikið Lesa meira
Myndir af krúttlegum fílsungum sem láta okkur bráðna
Fílar eru blíðu risarnir sem við öll þekkjum og elskum. Fílsungar eru engin undantekning, fyrir utan að vera sérstaklega krúttlegir og klaufalegir! Fílsungar eru venjulega í kringum 110 kg og 90 sm á hæð þegar þeir fæðast. Þeir eru frekar klunnalegir fyrstu þrjá mánuðina og hafa næstum enga stjórn á rananum sínum, sem þeir oft detta Lesa meira
Sérð þú andlitin sem eru falin í hversdagslegum hlutum?
Hefur þú einhvern tíma séð andlit í kaffibollanum þínum, kanínu í skýjunum eða sorgmæddan karl í tunglinu? Þú ert ekki klikk! Þetta kallast „pareidolia“ sem er sálfræðilegt fyrirbæri og vísar til þess að sjá andlit í hversdagslegum hlutum. Sérð þú andlitin í myndunum hér fyrir neðan? Sjáðu fleiri myndir á Bored Panda hér.