Pálmar opnar Borgir
30.05.2018
Listamaðurinn Pálmar Örn Guðmundsson verður með opnun á málverkasýningu sinni Borgir í Kvikunni í Grindavík næstkomandi fimmtudag klukkan 17:00. Sýningin verður síðan opin út júní. Á sýningunni verða verk frá ýmsum borgum sem listamaðurinn hefur heimsótt. Öll verkin hafa mjög svo dularfullan blæ næturinnar. Borgir er sjöunda einkasýning Pálmars, en sú síðasta var árið 2015. Lesa meira