Snýr lykilmaður Tottenham aftur gegn Liverpool?
433Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham gæti verið klár gegn Liverpool en það er Standard Sport sem greinir frá þessu í kvöld. Hann er af mörgum talinn einn albesti varnarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham hefur saknað hans mikið. Hann meiddist aftan í læri í sigri Tottenham á Real Madrid í Meistaradeildinni í nóvember á síðasta ári. Lesa meira
United ætlar að bjóða De Gea og Rojo nýja samninga
433Manchester United ætlar að bjóða þeim David de Gea og Marcos Rojo nýja samninga hjá félaginu en það er Mail sem greinir frá þessu. De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid, undanfarin ár en United er sagt tilbúið að gera hann að launahæsta markmanni í heimi. Hann hefur verið algjörlega magnaður fyrir United og Lesa meira
Chelsea með ein óvæntustu félagaskipti janúargluggans?
433Chelsea hefur spurst fyrir um Peter Crouch, framherja Stoke en það er Telegraph sem greinir frá þessu í kvöld. Telegraph er einn áreiðanlegasti miðill Bretlandseyja, á eftir Sky Sports og BBC en þeir vilja meina að Chelsea hafi sent inn formlega fyrirspurn til Stoke vegna framherjans. Andy Carroll hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að Lesa meira
Sanchez fékk ekki að æfa með aðalliði Arsenal í dag
433Alexis Sanchez, sóknarmaður Arsenal fékk ekki að æfa með aðalliði félagisns í dag en það er Mirror sem greinir frá þessu. Hann er sterklega orðaður við Manchester United þessa dagana en hann verður samningslaus í sumar. Henrikh Mkhitaryan mun ganga til liðs við Arsenal í skiptum fyrir Sanchez og verður Armeninn launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt Lesa meira
Aubameyang fær frí um helgina
433Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana. Samkvæmt miðlum á Englandi hefur framherjinn nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið en Dortmund og Arsenal ræða ennþá um kaupverðið sín á milli sem er talið vera í kringum 50 milljónir punda. Bild greinir frá því í dag að Peter Lesa meira
City með alvöru tilboð í Jonny Evans?
433Manchester City ætlar að bjóða alvöru upphæð í Jonny Evans, varnarmann WBA en það er Sun sem greinir frá þessu. Varnarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við bæði Manchester City og Manchester United að undanförnu en hann er uppalinn hjá síðarnefnda félaginu. Samkvæmt Sun er City tilbúið að borga 23,5 milljónir punda fyrir hann en WBA Lesa meira
Lykilmenn Liverpool snéru aftur í vikunni
433Virgil van Dijk, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool snéri aftur til æfinga í upphafi vikunnar. Hann var ekki með liðinu sem vann frábæran 4-3 sigur á Manchester City um helgina en hann var tæpur aftan í læri. Van Dijk æfði hins vegar með liðinu á þriðjudaginn og ætti að vera klár í slaginn um helgina Lesa meira
United vill að Sanchez geti spilað gegn Jóhanni Berg
433Manchester United leggur kapp á það að klára kaupin á Alexis Sanchez fyrir hádegi á morgun. United vill að Sanchez verði í leikmannahópnum gegn Burnley á laugardag. Til þess að Sanchez geti spilað verður United að klára allt fyrir hádegi á morgun. Manchester Evening News fjallar um málið en United er sagt hafa náð samkomulag Lesa meira
Rúrik til Sandhausen
433Rúrik Gíslason hefur samið við Sandhausen í næst efstu deild Þýskalands. Mbl.is segir frá. Rúrik gerir samning út tímabil við Sandhausen og er laus allra mála hjá Nurnberg. ,,Ég er afar ánægður með þessi skipti og mér líst virkilega vel á Sandhausen. Þetta er ekki sögufrægasta félag í Þýskalandi en það er á sínu sjötta Lesa meira
Myndir: Pogba á nýrri 35 milljóna króna glæsikerru
433Paul Pogba miðjumaður Manchester United ákvað að festa kaup á nýjum bíl. Pogba ákvað að hafa hann af dýrari gerð og keypti sér Rolls Royce Wraith. Bíllinn kostar 250 þúsund pund eða 35 milljónir króna. Pogba ákvað að feta í fótspor Romelu Lukaku sem einnig ekur um á Rolls Royce. Pogba sást fyrst á bílnum Lesa meira