Flosi í Ham – þó ekki yfir Eurovision
23.05.2018
Á sama tíma og flestir Íslendingar sem aldrei segjast fylgjast með Eurovision horfðu á keppnina, hélt Flosi í Ham upp á fimmtugsafmæli sitt á Hard Rock Café. Þar var ekki markhópurinn fyrir Eurovision. Ham spiluðu, Ari Eldjárn tróð upp og Birgitta Jóns las heimsendaljóð.