Birna Ósk til Datera
EyjanBirtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Birnu Ósk Harðardóttur sem sérfræðing í birtingum hjá fyrirtækinu. Birna Ósk gengur inn í þéttan hóp reynslumikilla sérfræðinga hjá Datera, en stofan hefur farið vaxið ört á undanförnum árum. Birna Ósk mun liðsinna innlendum viðskiptavinum Datera við birtingar auk þess að sinna ráðgjöf í markaðsmálum. Kemur þetta fram í Lesa meira
Lilja Kristín frá indó til Vodafone
EyjanLilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Um er að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla verður á að tryggja að samtal Vodafone við viðskiptavini sé ávallt í takt við þarfir viðskiptavina. Lilja Kristín mun einnig bera ábyrgð á vörumerkjauppbyggingu og öðrum markaðsmálum Vodafone. „Vodafone er með skýra Lesa meira
Segir félagsmönnum að vera í viðbragðsstöðu um verkfallsaðgerðir
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur beint þeim skilaboðum til hótelstarfsmanna og bílstjóra að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. Eru þessir félagar Eflingar beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma, eins og segir á vef Eflingar. Umræddir hópar hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir sínar 7. Lesa meira
Hvaða áhrif hefur verkfall Eflingar?
FréttirVerkfall hjá Eflingu hófst á hádegi í dag þegar 70 vörubílstjórar hjá Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu, og 500 starfsmenn Berjaya-hótela og Edition lögðu niður störf. Fyrir voru um 300 félagar Eflingar á Íslandshótelum í verkfalli. Verkfallið mun standa þangað til því hefur verið aflýst af félaginu. Baráttu- og upplýsingafundur Eflingar hófst kl. 12 í Norðurljósasal Lesa meira
Ástráður búinn að boða fund – „Svo byrjum við bara á morgun“
FréttirÁstráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er búinn að boða samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til sáttafundar í Karphúsinu klukkan níu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður í samtali við mbl.is. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefði sett Ástráð sem ríkissáttasemjara í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Störf hans Lesa meira
Jóna Katrín nýr skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni
EyjanÁsmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023. Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins. Jóna Katrín lauk B.A.-prófi í ensku í júní 2007 og M.Paed-prófi í sama fagi árið 2010 við Háskóla Íslands. Þá lauk hún kennslufræðinámi til kennsluréttinda Lesa meira
Sylvía Rut upplýsingafulltrúi Lilju ráðherra
FréttirSylvía Rut Sigfúsdóttir, varafréttastjóri Vísis, hefur verið ráðin sem upplýsingafulltrúi Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Fréttablaðið greinir frá. Samkvæmt vef Stjórnarráðsins hefur Sylvía Rut störf á næstu vikum. Sylvía Rut er varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hefur umsjón með Lífinu á visir.is, hún hefur starfað þar frá haustinu 2017, en áður var hún Lesa meira
Sjómenn semja til 10 ára – „Vona að við höfum staðið undir væntingum“
FréttirÍ gærkvöldi undirrituðu stéttarfélög sjómanna og SFS nýjan kjarasamning til 10 ára. Er þar um að ræða Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Samningarnir eru að öllum líkindum þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir hér á landi. Megininntak samninganna lýtur að betri kjörum og réttindum til Lesa meira
Þröstur V. Söring nýr framkvæmdastjóri SDR
EyjanÞröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs og Naustavarar og tók hann til starfa um áramótin. Fasteignir í eigu SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, meðal annars vegna stækkunar Hrafnistuheimila og byggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á vegum Naustavarar. Spurn eftir þeim Lesa meira
Logi hefur störf hjá SFS
FréttirLogi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Heimildin greinir frá, en hlutverk Loga mun vera að vinna að undirbúningi ársfundi samtakanna en auk þess mun Logi sinna tilfallandi verkefnum. Laufey Rún Ketilsdóttir hefur störf sem upplýsingafulltrúi samtakanna 1. júní, að loknu fæðingarorlofi. Eftir ásakanir um að hafa brotið Lesa meira