Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
EyjanSameiningar fyrirtækja á fjármálamarkaði eru fyrst og fremst ætlaðar til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra. Regluverkið fyrir kerfislega mikilvæga banka er mikið og Arion er í dag minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum. Hagkvæmari rekstrareiningar búa líka bankana undir utanaðkomandi samkeppni, sem myndi aukast ef Ísland gengur í ESB. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Lesa meira
Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
EyjanVerðtryggingin var á sínum tíma eðlileg viðleitni til að byggja upp hagkerfi sem gæti virkað í þeirri miklu verðbólgu sem hér var. En öll kerfi eru þannig að það þarf að staldra við og endurskoða þau. Fjárfestingarkostir eru fjölbreyttari en 1979, staða þjóðarbúsins við útlend allt önnur og byggst hefur upp mikil sparnaður. Nú er Lesa meira
Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
EyjanVerðtryggingin flækir mjög rekstur banka á Íslandi, auk þess sem hún vinnur beinlínis gegn þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur til að vinna gegn verðbólgu. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, skrifaði nýlega grein þar sem hann bendir á ókosti verðtryggingar og hvetur til þess að dregið verði úr vægi hennar. Benedikt er gestur Ólafs Arnarsonar í Lesa meira
Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanSamkeppni á íslenskum bankamarkaði er mikil og fer vaxandi með tilkomu nýrra fjártæknilausna. Hreyfanleiki viðskiptavina milli banka er meiri hér en annars staðar í Evrópu. Ef við tækjum upp nýjan gjaldmiðil, sem myndi opna á samkeppni að utan, þyrfti að færa skattheimtu og eiginfjárkröfur til þess horfs sem er annars staðar en hér er mun Lesa meira
Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
EyjanAlmennt er talað um að ytri áföll sem hafa áhrif á rekstur banka verði á 10-20 ára fresti. Það var því mjög óvenjulegt að fá þrjú áföll á þriggja ára tímabili, þegar Covid reið yfir, eldsumbrot og rýming Grindavíkur og svo stríð. Þessi tími hefur því verið mjög krefjandi. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er Lesa meira
Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
EyjanÁrin eftir að EES-samningurinn tók gildi voru mikil mótunarár markaðsviðskipta á Íslandi. Frelsi í viðskiptum með krónuna var aukið og raunverulegur hlutabréfamarkaður fór að myndast. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var í miðri hringiðunni í fjármálageiranum á Íslandi á þessum tíma. Benedikt er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins. Hægt er að hlusta á brot Lesa meira
Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
EyjanÞað er eðlilegt að ríki hafi viðskiptahalla gagnvart sumum ríkjum og viðskiptaafgang gagnvart öðrum. Gott dæmi um viðskiptajöfnuð er launamaður sem er með viðskiptaafgang gagnvart launagreiðanda sínum en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu sem hann heimsækir daglega. Viðskiptin eru þó í báðum tilfellum hagfelld fyrir báða aðila. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Ólafs Lesa meira
Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
EyjanÞað yrði mjög neikvætt fyrir hagvöxt í alþjóðahagkerfinu ef ríki tækju upp á því að draga úr tekjusköttum og leggja tolla á í staðinn til að afla tekna. Hindrunarlaus alþjóðaviðskipti stuðla að því að vörur séu framleiddar þar sem hagkvæmast er að framleiða þær. Vont væri ef við Íslendingar reyndum að framleiða bíla og avókadó Lesa meira
Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
EyjanÞað er erfitt að meta áhrifin af tollum Trumps á íslenskan ferðamannaiðnað. Rannsóknir sýna að breyting á tekjum Bandaríkjamanna hefur minni áhrif á ferðalög þeirra til Evrópu en annarra heimsálfa, auk þess sem Ísland er svona „bucket list“ áfangastaður. Þó gætu tollarnir orðið til þess að bandarískir ferðamenn eyði minni fjármunum hér á landi en Lesa meira
Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
EyjanTollar hafa tvenns konar áhrif. Annars vegar valda þeir hækkun á framleiðslukostnaði sem leiðir til verðbólgu. Hins vegar draga þeir úr eftirspurn sem ætti að draga úr framleiðslu og mögulega valda samdrætti. Það er svo misjafnt hvor áhrifin eru sterkari. Þetta setur seðlabanka í snúna stöðu. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Lesa meira
