fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæti Graham Potter í stjórastól West Ham er orðið ansi heitt eftir afleita byrjun á leiktíðinni.

West Ham hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Það er talið tímaspursmál hvenær Potter verður látinn taka poka sinn.

Þá er spurning hver tekur við. The Times segir fulltrúa West Ham þegar hafa tekið stöðuna á Nuno Espirito Santo, sem var rekinn frá Nottingham Forest á dögunum.

Þá orðar BBC Slaven Bilic óvænt við stöðuna. Yrði hann að öllum líkindum hugsaður sem kostur til skamms tíma, en hann náði fínum árangri sem stjóri West Ham frá 2015 til 2017. Bilic hefur einnig stýrt WBA og Watford á Englandi, en hann var síðast að störfum í Sádi-Arabíu.

Menn eins og Gary O’Neill, Sean Dyche og Michael Carrick eru þá einnig orðaðir við stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið