Landsliðskonan Katla Tryggvadóttir hefur skrifað undir hjá ítalska stórliðinu Fiorentina. Þetta var staðfest í morgun.
Hin tvítuga Katla var á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Fiorentina virkjaði ákvæði í samningi hennar og fær hana yfir.
Katla á að baki níu A-landsleiki og kom tvisvar við sögu með íslenska landsliðinu á EM í Sviss í síðasta mánuði. Hún er uppalin hjá Val en lék einnig með Þrótti hér á landi.
Fiorentina hafnaði í fjórða sæti Serie A á síðustu leiktíð. Önnur íslensk landsliðskona, Alexandra Jóhannsdóttir, lék með liðinu þar til fyrr á þessu ári, en hún gekk svo einmitt í raðir Kristianstad og spilaði þar með Kötlu.
Katla Tryggvadottir è viola!⚜️💜🇮🇸 pic.twitter.com/Fpx47L0pX1
— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) August 6, 2025